Örvitinn

Hlaup dagsins

Skellti mér í ræktina í dag klukkan hálfþrjú þrátt fyrir að nenna því alls ekki. Hljóp sex kílómetra eins og vanalega á þriðjudögum og fimmtudögum (þegar ég mæti).

Í dag gekk þetta furðulega vel, hljóp á 29:15 og blés varla úr nös að hlaupi loknu. Ok, ég lýg því náttúrulega, púlsinn var 173 en ég fór miklu léttar í gegnum þetta hlaup heldur en síðast. Tónlistin í útvarpinu var frekar slök meðan ég hljóp, hápunkturinn eflaust Stockholm Syndrome með Muse sem hljómaði undir lokin. Ég þarf að fara að eignast alvöru mp3 spilara fyrir hlaupin, það munar öllu að hafa almennilega (rokk)tónlist undir.

Vonandi er formið að batna, ekki vanþörf á því.

heilsa
Athugasemdir

Einar Örn - 23/09/03 20:56 #

Kaupa sér iPod maður. Helvíti dýrt, en ég er til dæmis helmingi duglegri við að mæta í WC eftir að ég keypti minn :-)

Matti Á - 23/09/03 21:08 #

Jamm, ipod er málið. Spurning um að einhverjum detti í hug að gefa mér svoleiðis græju í þrítugs afmælisgjöf :-)

Reyndar tveir mánuðir í það ennþá en ekki seinna vænna að búa til lista.

Gyða - 24/09/03 15:07 #

Ja ef þú nærð þér í vinnu gæti vel verið að einhver gæfi þér svona dýra og fína gjöf :-Þ

Matti Á. - 24/09/03 15:15 #

"Ef", það er aldeilis traustið ;-) Nei, daginn sem ég verð ráðinn kaupi ég mér þetta bara sjálfur :-P