Örvitinn

Leikskólapresturinn - þriðji þáttur

Þegar ég sótti stelpurnar á leikskólann í gær sá ég á tilkynningartöflunni að Séra Bolli hafði verið með stund í sal þann daginn. Í bílnum á leiðinni að sækja Gyðu ræddi ég við stelpurnar um daginn og veginn eins og vanalega.

Það sem hafði gerst merkilegast hjá þeim systrum var að Kolla hafði farið í heimsókn á Bangsadeild (deildina hennar Ingu Maríu) ásamt einum öðrum strák af Kisudeild. Þar léku þau sér þrjú saman, Kolla, Inga María og þessi strákur.

Á sama tíma var restin af krökkunum í sal að hlusta á Séra Bolla Pétur Bollason tala um Gvuð.

Ég verð að játa að ég fékk sting í magann, mér þykir alveg rosalega leiðinlegt að vera að draga stelpurnar mínar úr einhverju starfi í leikskólanum, láta þær gera eitthvað annað en allir hinir krakkarnir. Ræddi það við Gyðu í gær hvort ég ætti ekki að tala við leikskólastjórann og láta þær taka þátt í þessu starfi. Ég veit alveg að það sem prestfíflið segir mun ekki hafa nein stórkostleg áhrif á þær. Ég vil ekki að stelpurnar mínar séu "öðruvísi" útaf mér, þær mega að sjálfsögðu skera sig úr hópnum, en þá útaf einhverju sem þær velja sjálfar, ekki útaf karlinum pabba þeirra.

En mér varð líka hugsað til stráksins sem var með þeim í gærmorgun. Þessi strákur er af erlendu bergi, ég geri ráð fyrir að fjölskyldan sé annarar trúar. Það er ekki beinlínis skemmtileg tilhugsun að skilja hann einan eftir.

Í gær talaði Kolla um að Bolli væri að fara að koma að tala við krakkana. Að sjálfsögðu höfðu fóstrurnar sagt krökkunum að Bolli væri að fara að koma og tala við þau, þar sem Kolla var svo ekki með í Kristilegu stundinni bíður hún enn eftir að þessi Bolli komi.

En ég hef ekki nokkra trú á því trúmenn sjái eitthvað athugavert við þetta. Þeim finnst ekkert eðlilegra en að prestur heimsæki leikskólabörn. Hvað get ég sagt.

Leikskólaprestur - annar þráttur

Athugasemdir

Salvör - 28/09/03 00:28 #

það er ein mágkona mín vottur jehóva sem þýðir að ekki er haldið upp á jól, ekki afmæli, hún fer ekki í kirkju. Hún er sænsk. ég var um seinustu helgi norður í skagafirði við brúðkaup og sat við hliðinni á henni í kirkjunni. Ég var glöð að sjá að hún var í kirkjunni með börnin sín tvö. Vona að það sé vísbending um að hún sé að laga sig að aðstæðum. Mér finnst hún og börnin fara heilmikils á mis við að taka ekki þátt í siðum og hefðum sem allir í kringum þau hafa.

Ég held ekki að það að taka þátt í starfi kirkjunnar þurfi að vera eitthvað framsal á sálu þinni til eilífðarnóns. Ég hef lagt að dóttur minni sem nú er táningur að sækja messur og taka þátt í safnaðarstarfi. Ég fer hins vegar aldrei í venjulegar messur og held ekki að mín trú samræmist þeirri trú sem er boðuð þar. En ég held að trúarboðskapur sem byggir á umburðarlyndi og kærleika og að menn eigi að hugsa um eitthvað ofar því að safna auði sé þroskandi fyrir alla.

Samt held ég að það sé eitt sem snertir mig mest í sambandi við trú... það svona auðmýkt... svona skilningur á að einn maður er ekki nema örlítið brot af sköpunarverkinu... og að það er fleira til en menn skynja með sínum ófullkomnu skilningarvitum ....

ég held að þátttaka í trúarstarfi sé þroskandi fyrir alla.

Matti Á. - 28/09/03 08:49 #

Ég hef hingað til ekki sleppt því að mæta í Kirkju þegar þannig stendur til. Einnig hef ég ekkert gert til að koma í veg fyrir að elsta stelpan mín stundi trúarstarf.

En mér þykir full langt gengið þegar trúarstarfið er komið í leikskóla barnanna minna.

Ég veit svo ekki hvað þátttaka í trúarstarfi á að þroska? Þátttaka í hverskonar félagslífi er eflaust þroskandi og eflaust fellur trúarstarf á einhver hátt undir það. En það sama hefur vafalaust gilt um Hitlersæskuna.

N.b. ég er ekki að líkja þessu tvennu saman, einungis að benda á að hægt er að finna jákvæðar hliðar á öllu.

birgir.com - 28/09/03 09:28 #

"En ég held að trúarboðskapur sem byggir á umburðarlyndi og kærleika og að menn eigi að hugsa um eitthvað ofar því að safna auði sé þroskandi fyrir alla."

Ég vona að Salvör sé ekki með þessum orðum að gera trúleysingjum það upp að þá skorti kærleika og umburðarlyndi, eða hugsi ekki um neitt annað en safna auði.

Ég tel okkur Matta lýsandi dæmi um hið gagnstæða. Við veltum endalaust fyrir okkur siðrænum málefnum og leggjum þau jafnvel undir guðfræðinga til að fá fram umræðu.

Einhverntíma stakk ég upp á því að guðsþjónustum kirknanna yrði breytt í "siðþjónustur" þar sem forneskjulegri guðstrú með allri sinni fávíslegu yfirnáttúru yrði vikið til hliðar og ræðumenn, jafnt úr röðum siðfræðinga sem og leikmanna hefðu framsöugerindi sem síðan væru rædd. Falleg tónlist inn á milli (um að gera að nota orgelin og alla flottu tónlistina sem samin hefur verið).

Myndir þú, Salvör ekki vera ólm í að mæta í svona siðþjónustur á hverjum sunnudegi í sóknarkirkju þinni? Ég myndi vera það.

Ivar - 28/09/03 11:08 #

Ég held sem betur fer að sá pólitíski rétttrúnaður að kristni sé eitthvað sem allir eigi að aðhyllast sé á undanhaldi. Ég held að það sem þú ert að gera með því að hlífa börnunum þínum við heilaþvætti presta sé í raun og veru þarft brautryðjendastarf og að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Það er nefninlega alveg ótrúlega mikið af ungu fólki sem er orðið það vel menntað og upplýst að það hafnar þessari rökleysu sem kristin trú óneytanlega er. Það þorir bara ekki að synda á móti straumnum eins og þú gerir með þessum aðgerðum þínum.

Matti Á. - 28/09/03 14:09 #

Þakka þér fyrir Ívar.

Þetta væri einfalt mál ef ég væri að gera þetta sjálfur, en það eru náttúrulega dætur mínar sem standa í eldlínunni þannig talað. Sú yngri veit ekki hvað er að gerast en það er bara tímaspursmál hvenær sú eldri fer að spyrja af hverju hún megi ekki vera með Séra Bolla eins og hinir krakkarnir.

Salvör - 28/09/03 17:21 #

Nei, er ekki að segja að trúleysingja skorti umburðarlyndi og kærleika:-) Held að það geti alveg þroskast í öðru en trú t.d. í starfi með mannréttindahreyfingum (* Auglýsingaborði - gangið í femínistafélagið www.feministinn.is það er mannréttindahreyfing :-) *) og það eru mörg önnur trúarbrögð en kristni sem byggja á kærleika og umburðarlyndi. En ef það að vera trúlaus er að vera trúandi á blinda tæknihyggju nútímans þá finnst mér það ekki gott. Oftrú á tækni og manneskjur sem stýrendur tækninnar er óður til drambs og hroka og hefur ekki þá hógværð og auðmýkt sem ég held að einkenni öll trúarbrögð og/eða siðspeki sem alla vega hafa höfðað til mín.

birgir.com - 28/09/03 17:25 #

"En ef það að vera trúlaus er að vera trúandi á blinda tæknihyggju nútímans..."

Það er það ekki.

Ivar - 28/09/03 18:26 #

Ég held að það sé ekki hægt að slengja því fram að hógværð og auðmýkt einkenni trúarbrögð. Trúarbrögð eru þvert á móti oftar en ekki orsök styrjalda og haturs, auk þess sem kristnir menn eru oft á tíðum haldnir vissu um yfirburði sinna trúarbragða og reyna stöðugt að troða þeim upp á aðra. Saklaus börn í þessu tilfelli.

Salvör - 29/09/03 01:36 #

Nei, hógværð og auðmýkt einkenna ekki öll trúarbrögð, enda sagði ég það aldrei. Ég sagði "...einkenni öll trúarbrögð og/eða siðspeki sem alla vega hafa höfðað til mín".

hógværð og auðmýkt einkenna þau trúarbrögð sem mér finnst vera þroskuð og laus við stríðshyggju, laus við heimsvaldahyggju. Gæti ekki verið flottara en hjá Matthíasi sem segir ".... eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr..."

Ragnar - 29/09/03 10:33 #

Aumingja börnin - Að þurfa að hlusta á náunga (sem er með svo stórt hjarta að hann er að springa) fjasa um að maður eigi ekki að gera öðrum það sem maður vill ekki að sé gert við mann sjálfan osfrv.

Burtséð frá því hvað Biblían er mikil rökleysa (en góð sem afþreying), er ekki einmitt allt í lagi að blessuð börnin fái fallegan "kristilegan" (vantar gott orð fyrir þetta klisjukennda lýsingarorð) boðskap (og væntanlega ekki úr gamla testamentinu) í predikun, eða er það kannski bara hrikalegt af því það er prestur sem á í hlut? Örviti vill kannski sjálfur ferðast á milli leikskóla og útskýra fyrir börnunum af hverju þau eiga að vera góð við en ekki leggja aðra í einelti?

Mín afstaða almennt til þjóðkirkjunnar og séra Karls er reyndar býsna svipuð og hjá örvita - Mér finnst hins vegar augljóst að sá boðskapur sem menn eins og Sr. Bolli predika yfir börnum sem eru nýbyrjuð að tala, á fullt erindi til þeirra. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu þegar ofbeldi og tölvuleikir hafa tekið við vinalegum barnaleikjum. Ekki verra að Sr. Bolli minnir á e-n klisjulegan hátt svolítið á jólasvein með skeggið sitt og brosið.

Trúir því virkilega einhver að kirskjan stundi trúboð í leikskólum? Að kirkjan sé markvisst að markaðssetja sig meðal nýfæddra? Dísess

Matti Á. - 29/09/03 13:31 #

Trúir því virkilega einhver að kirskjan stundi trúboð í leikskólum?

Reyndar geri ég það. Ef prestur segir leikskólabörnum sögur af Gvuð og Jesú eins og um raunveruleika sé að ræða er það trúboð og ekkert annað.

Jón Ómar - 30/09/03 11:08 #

Komið þið sæl, Sem trúmaður leyfi ég mér að spyrja hvað er svona slæmt við það að börn fái að heyra um Jesú? Það er sannað mál að þau börn og unglingar sem taka þátt í kirristilegu starfi reiðir betur af þegar fram í sækir. NB: Það er alltaf undantekningar! Sr. Bolli er að stunda frábært starf sem hann gerir af einskærum áhuga hann hefur nóg að gera en gefur sig tíma t.þ.a. fara í leikskólana og segja frá Jesú. Það er enginn ástæða t.þ.a. kalla hann fífl. En hann hefu rgreinilega haft áhrif á þig og það er gott. kv. jón

Matti Á. - 30/09/03 11:20 #

Jón Ómar, ég ætla að vitna í sjálfan mig, þetta skrifaði ég um drullusokka Gvuðs.

Reyndar hafa trúmenn yfir höfuð einkennilega hugmynd um umburðarlyndi. Í þeirra huga er það umburðarlyndi að ganga á sjálfsagðan rétt minnihlutans, svo lengi sem það felst í því að boða kristni. Kristniboðun er alltaf réttlætanleg. Ég er hissa á því hversu erfitt er fyrir trúmenn að setja sig í spor annarra