Örvitinn

Lies and the Lying Liars Who Tell Them

bókarkápan

Þessi bók eftir grínistann Al Franken fjallar um repúblikana, hægrisinnaða fjölmiðla og lygar þeirra. Franken tætir í sig ýmsar fullyrðingar Bush og félaga en tekur einnig fyrir ýmsa fjölmiðla og hrekur þá fullyrðingu að Bandarískir fjölmiðlar séu vinstrisinnaðir (liberal). Bókina vann hann með aðstoð nokkurra Harward nemenda sem sáu um gagnaöflun.

Ég var mjög hrifinn af bókinn þrátt fyrir tvo-þrjá slæma kafla sem ég skimaði í gegnum. Hún er að mínu mati miklu betri en bækur Michael Moore, Stupid White Men og Dude where's my country. Satt að segja minnkaði álit mitt á Moore við lestur þessara bókar því hér er gagnrýnin harðari, rökstuðningurinn betri og samsæriskenningarnar fjarri. Áhugaverðast þótti mér umfjöllum Franken um ýmsar þær aðferðir sem repúblikanar beita í kosningabaráttu, hvernig snúið er úr ýmsum hlutum og lygin boðuð sem sannleikur. Dæmi um þetta er árásin á Al Gore og fullyrðingar um að hann hefði stært sig af því að hafa fundið upp internetið sem hann gerði alls ekki. Hann benti aftur á móti á að hann hefði á sínum tíma unnið því að styrkja Arpanet sem síðar varð internetið, Al Gore má stæra sig af því. Fleiri og mun verri dæmi um þessa taktít eru tekin saman í bókinni.

Spinsanity finnur ekkert nema tittlingaskít til að setja út á þessa bók sem segir mér að Franken hefur vandað til verka.

Því miður hafði ég bókina ekki við höndina þegar ég var að skrifa þessa punkta þar sem ég lánaði hana strax og ég lauk við lesturinn, hefði viljað fletta upp nokkrum punktum sem mig langaði að minnast á betur. Ég þarf að komast í síðustu bók Franken, Rush Limbaugh Is a Big Fat Idiot, mig langar að lesa meira eftir Al Franken.

bækur
Athugasemdir

Einar Örn - 22/12/03 08:52 #

Rush Limbaugh Is a Big Fat Idiot er líka frábær bók. Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Franken og hann er til að mynda einn af fáum gestum spjallþátta, sem ég nenni að horfa á (vanalega horfi ég bara á monologue-ið og slekk svo).

Einnig er "Oh, the things I know" skemmtileg. Hún er reyndar mjög stutt, en engu að síður full af gullmolum.

JBJ - 23/12/03 01:57 #

Hvar kemst maður í bókaklúbb Örvitans?

Matti Á. - 23/12/03 09:08 #

Sá klúbbur er galopinn :-) Ég er ekki nískur á bækurnar mínar.