Örvitinn

Kolla fjögurra ára

Kolla

Fyrir fjórum árum var Kolla við það að koma í heiminn, lét sjá sig um ellefu um kvöldið eftir langan dag.

Við héldum afmælisboð á laugardaginn, dagurinn í dag var því nokkuð rólegur. Ég og Inga María vöktum kollu með afmælissöng. Þær systur voru mættar snemma í leikskólann og Kolla tók ís með sér til að gefa krökkunum. Það klúðraðist reyndar örlítið, einn af þremur íspökkum varð eftir í poka með afmælisgjöfum til Kollu. Vonandi hefur þetta sem við komum með dugað handa öllum krökkunum á kisudeild.

Við sóttum Kollu svo á leikskólann og fórum heim þar sem hún fékk gjafir frá okkur. Fékk að sjálfsögðu Polly Pocket dót enda kemst ekkert annað að þessa dagana. Fórum svo út að borða á American Style, þar sem ég er kominn í aðhald fékk ég mér kjúklingasalatið, það var gott eins og síðast en samt var ekki laust við að ég væri ekki alveg saddur í þetta sinn, bjargaði því með því að narta í afganga frá stelpunum..

fjölskyldan