Örvitinn

Mín eigin blekking og þekking

Á meðan Kolla var í dansinum í dag ætluðum við að rölta með Ingu Maríu í laugardalnum en hún sofnaði í bílnum þannig að við fórum á rúntinn í staðin. Þegar við ókum framhjá Bókvörðunni ákvað ég að kíkja þar inn og sjá hvort Blekkin og þekking eftir Níels Dungal væri til ensíðast þegar ég kíkti þangað var bókin ekki fáanleg en Bragi sagði mér að hann fengi eintak af henni reglulega.

Viti menn, það var til eintak af bókinni í fínu standi og ég fékk hana fyrir tólf hundruð krónur. Reyndar stóð 2.500.- inni í henni en Bragi neitaði að selja mér hana á því verði!

Við hæfi að vitna aðeins í bókina, fullt af gullkornum í henni.

Sá sem trúir því, sem honum er sagt, án þess að efast um að allt sé satt og rétt, getur verið sæll í sinni trú og ágætur borgari, en hann leggur sjaldan mikinn hlut til menningarinnar.
Áður hef ég m.a. skrifað um bókina Blekking og þekking

bækur