Örvitinn

Duran Duran - New moon on monday

Lag dagsins er afskaplega sparlega notaður flokkur á þessari síðu. Tvennt veldur því, í fyrsta lagi er ekki mikið pláss á harða disknum á litla servernum mínum, tæp 400MB laus í dag. Í öðru lagi var ég orðinn dálítið stressaður yfir því hve mikið var um að útlendingar voru að koma inn útfrá leitarvélum og sækja lög, menn voru jafnvel að vísa beint á skrárnar af erlendum síðum. Ég ætla að dusta rykið af lagi dagsins fyrst menn eru farnir að kommenta það ;-) Mun svo einfaldlega eyða eldri færslum í þessum flokki ef pláss vantar eða útlendingar gerast of ágjarnir.

Lag dagsins er með stórhljómsveitinni Duran Duran. Þarnæstu helgi fer ég til Manchester að sjá stórleik Liverpool og Manchester United. Á sunnudagskvöldinu verður svo skundað til Birminham á tónleika með Duran Duran. Ég veit ekki alveg hvernig þetta kom til, held að Davíð hafi bara verið að leita að einhverri afþreyingu fyrir okkur og fundið þessa tónleika. Duran Duran hafa verið að spila víða í Bretlandi síðustu vikur og það er löngu uppselt á alla tónleika. Davíð hefur verið að senda mér nokkur tóndæmi síðustu daga til að hita upp fyrir konsertinn - þetta finnst mér best af þeim sem ég hef fengið hingað til. Djöfull var maður að fíla þetta í gamla daga. Skráin er tæplega 6MB, serverinn er innanlands.

Duran Duran - New Moon On Monday ~5.9MB

lag dagsins
Athugasemdir

Gummi Jóh - 15/04/04 22:55 #

núna erum við að tala saman :)

Sirrý - 16/04/04 09:40 #

Það ætti að vera fjör hjá ykkur. Ætli þeir strákarnir séu jafn sætir og þeir voru í gamla daga ?

Sirry - 16/04/04 11:15 #

Ó mæ gad :C) Þeir eru skelfilegir ja nema kannski Simon Le bon