Örvitinn

Þingvellir

Skelltum okkur á Þingvelli í dagi. Gerðum ekki mikið, lögðum bílnum hjá Valhöll og röltum smá spotta, fundum laut og borðuðum nesti. Brauð með osti og pestó er afskaplega gott!. Skoðuðum ekkert mjög mikið, ætluðum að rölta um svæðið en þegar nokkrir dropar féllu af himnum ákváðum við að snúa við. Það kom engin rigning.

Ókum að Nesjavallavirkjun, villtumst svo örlítið áður en við keyrðum Mosfellsheiðina heim.

Ég tók nokkrar myndir, er ánægður með boltamyndirnar af Ingu Maríu. Gyða rölti með Kollu á klósettið og ég og Inga María fórum að kasta bolta á milli. Mér finnst það miklu skemmtilegra þegar maður getur dundað sér við að taka myndir í leiðinni :-)

Þessa mynd tók myndavélin af okkur eins og Inga María orðaði það. Setti vélina á timer.

dagbók fjölskyldan myndir
Athugasemdir

Sirrý - 31/05/04 22:47 #

Flottar myndir greynilega verið góður dagur hjá ykkur. Við gerum kannski aðra tilraun til þess að hittast á þingvöllum síðar.

JBJ - 01/06/04 00:09 #

Mjög töff myndirnar af henni með magnaðan bakgrunn

Matti Á. - 01/06/04 12:19 #

Takk takk, ég er voðalega skotin í þessum myndum. Myndir af krökkum verða alltaf skemmtilegri ef þau eru að hugsa um eitthvað annað en að það sé verið að taka myndir af þeim.

Þessar Kirkjur eru greinilega til einhvers nýtilegar, geta verið ágætis myndefni og bakgrunnur :-P

Skúli - 01/06/04 13:59 #

Þessi er sérstaklega flott: Kirkjan og umhverfi hennar minna mig á menninguna og söguna. Dóttir þín hins vegar er framtíðin og fjörið!