Örvitinn

Nóg að gera

Allt á fullu í vinnunni við að redda hinu og þessu. Sem betur fer eru þetta verkefni sem hægt er að redda, annars væri þetta leiðinlegt! Maður lærir líka ýmislegt í leiðinni.

Nóg að gera í kringum Henson líka. Erum að fá inn einhverja nýja leikmenn, spilum leik annað kvöld og þurfum svo að redda föstum æfingartímum. Btw. sendu mér línu eða settu inn athugasemd ef þig langar að spila fótbolta með utandeildarliði í sumar. Það er pláss fyrir nýja leikmenn, sérstaklega ef þeir geta eitthvað í fótbolta :-)

Áróra Ósk á afmæli á miðvikudaginnfimmtudaginn (mér fannst vera mánudagur í dag), verður tólf ára. Ýmsu þarf að redda, meðal annars afmælisgjöfinni. Við kaupum það sem hún þarf, ekki það sem hana langar í, aðrir sjá um það í þetta skipti. Aðal stressið verður næstu helgi þegar fullorðinsveislan verður haldin. Bekkjarteitið er barnaleikur miðað við það.

Ég þarf að fara að slá garðinn, ætla að kaupa rafmagnssnúru á eftir. Foreldrar mínir gáfu okkur sláttuvél í lok síðasta sumars, eflaust orðin þreytt á því að ég var alltaf að fá þeirra lánaða. Spái því að það rigni stanslaust næstu daga fyrst ég hef lýst því yfir að ég ætli að slá blettinn.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 02/06/04 09:06 #

Merkilegt, en ég var alveg fastur í mánudegi í gær líka - dagatalsútreikningar mínir liðu töluvert vegna þessa.

Matti Á. - 02/06/04 13:08 #

Þessi mánudagsfrí eru greinilega allt of ruglandi.