Örvitinn

Blekkingar Michael Moore

Michael Moore lýgur ekki, hann er með allar staðreyndir á hreinu og ásakanir um að hann ljúgi eru bara útúrsnúningar grátbólginna hægrimanna #.

Eitthvað í þessa áttina er viðhorf margra andstæðinga Bush þessa dagana sem hrífast af nýjustu bíómynd Moore, Fahrenheit 911.

En Moore beitir blekkingum, það fer ekkert á milli mála þegar myndin er skoðuð fordómalaust.

Tökum eitt lítið dæmi. Moore fjallar ítarlega um tengsl Bin Laden fjölskyldunnar og Bush feðga auk þess að fjalla um þau ítök sem Saudi Arabar hafa í Bandaríkjunum.

Í myndinni kemur Moore inn á það þegar Bin Laden fjölskyldan og aðrir Saudar fengu að fljúga frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að flugbann væri í gildi. Eða hvað. Ef horft er á myndina er ekki hægt að komast að öðru en að einmitt þetta hafi gerst, allar flugvélar hafi verið kyrrsettar á flugvöllum um gervöll Bandaríkin á sama tíma og flogið var með góðkunningja George Bush úr landi án þess að yfirheyra nokkurn einasta mann þrátt fyrir að sumir þeirra hefðu fjölskyldutengsl við Bin Laden.

In another scene, Moore suggests that members of Osama Bin Laden's family and other Saudis were able to fly out of the country while air traffic was grounded after September 11. After an initial report in Newsweek inaccurately characterized the scene, saying it had made a direct claim to that effect, Moore's staff replied with a legalistic parsing. The film does accurately date the Saudi flights out of the country to "after September 13" as they claim (flights leaving the country resumed on the 14th), but Moore does not take the important step of explaining the meaning of this date in the film:

Moore: In the days following September 11, all commercial and private airline traffic was grounded... [video clips] Not even Ricky Martin could fly. But really, who wanted to fly? No one, except the Bin Ladens.

Sen. Byron Dorgan (D-ND): We had some airplanes authorized at the highest levels of our government to fly to pick up Osama Bin Laden's family members and others from Saudi Arabia and transport them out of this country.

Moore: It turns out that the White House approved planes to pick up the Bin Ladens and numerous other Saudis. At least six private jets and nearly two dozen commercial planes carried the Saudis and the Bin Ladens out of the US after September 13th. In all, 142 Saudis, including 24 members of the bin Laden family, were allowed to leave the country.

Given that Moore states that "In the days following September 11, all commercial and private airline traffic was grounded," how are viewers to know that this description did not include the Saudi flights out of the country? The "after September 13th" clause may show that Moore's claim was technically accurate, but it leaves viewers with the distinct impression that the Bin Ladens left the country before others were allowed to.

Spinsanity - Fahrenheit 9/11: The temperature at which Michael Moore's pants burn

Það er ljóst að þarna laug Moore engu en það er alveg á hreinu að Moore beitir aðferðum kvikmyndalistarinnar til að blekkja áhorfendur. Þeir sem ekki vita betur fá ranga hugmynd um þessa atburði útaf því hvernig Moore matreiðir þá.

Auðvitað finnst stuðningsmönnum Michael Moore svona athugasemdir vera tittlingaskítur og í raun lítið við því að gera. Sama fólki fannst ekkert athugavert við að ræður Charlton Heston væru klipptar saman í Bowling for Columbine til að láta líta út fyrir að hann segði eitthvað allt annað en hann hafði sagt. Hvert einasta tilvik sem menn benda á er léttvægt og jafnvel útúrsnúningar, en safnast ekki þegar saman kemur?

Og auðvitað er það svo ósatt að fólkið hafi ekki verið yfirheyrt, enda er það ekkert fullyrt í myndinni. Það er bara gefið í skyn.

Bendi svo á ágætan punkt varðandi ófrægingarherferð sem er komin í gang vestra gegn John Kerry.

...Geta þeir sem verja t.d. vinnubrögð Michaels Moores og þá skrípamynd sem hann hefur dregið upp af Bush og stjórn hans verið hissa og hneykslaðir þegar sömu vinnubrögð eru viðhöfð gagnvart John Kerry?
efahyggja kvikmyndir pólitík
Athugasemdir

Strumpurinn - 08/08/04 16:22 #

Nenni ekki í langar rökræður um gæði karekters og verka Michael Moore. Aftur á móti vil ég segja tvennt.

  1. Ég sá myndina og það kom mér á óvrt hvesu lítið var til í gagnrýninni á hana. Þ.e. þau atriði sem gagnrýnd hafa verið eru í lang flestum tilvikum smáatriði (sbr. nafnið á bókinni sem Bush var að lesa). Svo enda gagnrýnispunktanir frekar snemma. Eftir því sem ég best veit hefur seinni hluti myndarinnar lítið sem ekkert verið gagnrýndur nema á grundvelli þess að atriði séu "óviðeigandi" og að hann sé að "misnota fólkið" (þ.e. sumsé ásættanlegur fórnarkostnaður að senda eldflaugar á börn, en óviðeigandi að sýna myndir af útkomunni)

Nr. 2. Varðandi þennan punkt sem þú vísar í frá skrafl.blogspot.com. Er ekki réttara að snúa þessu við? Er hægt að undrast vinnubrögð Moore þegar við höfum horft upp á fjögur ár af hálfsannleikum og pólitískum loftfimleikum, Bush stjórnarinnar með dyggum stuðningi leppa þeirra hér og þar um heiminn? Ólíkt Bush, hafa vinnubrögð Moore engan kostað lífið.

Strumpakveðjur :)

Matti Á. - 08/08/04 16:43 #

Ég nenni ekki heldur að rökræða þessa mynd og er búinn að ákveða að skrifa ekki meira um hana, hvorki hér né á í kommentum á öðrum bloggum, þetta er ósköp þreytandi umræða. Hef sjálfur lítið sagt um karakter Michael Moore þó ótal greinar um persónu hans séu á netinu. Eflaust er ég oftar sammála honum en ósammála varðandi pólitík.

Ég sá myndina líka, bara svo það sé á hreinu ;-)

Auðvitað má snúa þessum punkti við og það er alveg ljóst að stjórn Bush hefur sett nýtt met í vafasömum málflutningi síðustu fjögur árin, bendi meðal annars á fjölda greina á Spinsanity. Nýútkomin bók þeirra, All the President's Spin er eflaust áhugaverð.

Jósi - 08/08/04 21:08 #

Vinnnubrögð Michael Moore eru lítið frábrugðin mörgum öðrum heimildarmyndargerðarmönnum. Það væri hægt að nálgast þetta efni á annan hátt, sýna lengri útgáfur af hverju skoti og mata áhorfandann aðeins minna, en Moore er að reyna að hamra sínum skoðunum inn. Hann notar ósköp svipaðar aðferðir og t.d. 60 mínútur.

Það væri áhugavert að skoða týpíska íslenska heimildarmynd, eða jafnvel bara fréttatíma og reyna að finna "rangfærslur" eins og þær sem bent er á hjá Michael Moore. Þær eru ábyggilega einhverjar.

Ég sá þessa mynd og ég er það læs á kvikmyndir að umrætt atriði fékk mig ekki til að halda að Bin Laden fjölskyldan hefði fengið að fljúga áður en almennar flugsamgöngur hófust aftur. Í þessu tilviki þá, já, er þetta "útúrsnúningur grátbólginna hægrimanna". Takk fyrir að benda mér á gott orðalag.

Matti Á. - 08/08/04 21:54 #

Ég sá þessa mynd og ég er það læs á kvikmyndir að umrætt atriði fékk mig ekki til að halda að Bin Laden fjölskyldan hefði fengið að fljúga áður en almennar flugsamgöngur hófust aftur
Þetta eru útúrsnúningar Jósi, það er ekki hægt deila um það að langflestir sem sjá umrætt atriði túlka það þannig að þessar vélar hafi flogið með Saudi Arabana úr landi meðan almennt flugbann var í gildi.

Enn og aftur er ég steinhissa á þessu. Já CNN notar vafasamar aðferðir, já Bush notar vafasamar aðferðir. Michael Moore notar vafasamar aðferðir, það er það eina sem ég hef haldið hér fram.

ragnar - 09/08/04 13:09 #

Semsagt, svipað ástand og á Íslandi. Dabbi notar gríðarlega vafasamar aðferðir sem helst má kenna við Göbbels (endurtaka sama hlutinn nógu oft, reyndar dugir að segja hann tvisvar, segja hann tvisvar ..á Íslandi). Þannig að engum þarf að koma á óvart þótt Fréttablaðið sé hvasst í sínum skrifum. Einhver þarf að veita stjórnvöldum aðhald - Er það ekki mikilvægast? Ef M.Moore gerir það ekki, hver gerir það þá?

Matti Á. - 09/08/04 13:17 #

Er virkilega ekki hægt að veita aðhald án þess að beita blekkingum?

Mér finnst þessi röksemdarfærsla sem poppar upp hvað eftir annað hjá stuðningsmönnum Moore (veit ekki hvað annað er hægt að kalla þá), að það sé í lagi að hann noti þessar aðferðir þar sem hinir hafi gert það líka, vafasöm.

Two Wrongs Make a Right

Ragnar - 09/08/04 22:58 #

fight fire with fire?

Ég er auðvitað stuðningsmaður almennrar skynsemi. Því miður er heimurinn almennt mjög ógagnrýninn og þráir ekkert meira en einfaldar stórar fyrirsagnir. Ef maður vill bæta heiminn á kostnað skynsemi.. tjahh, sé það eina leiðin, er kallar það þá virkilega á alla þessa gagnrýni?

Þessi Moore krítík, ekki síst á Íslandi, ber þess merki að flestir séu að reyna að verða miklir menn af því að geta gert e-r ómerkilegar athugasemdir. En því meiri umræða því betra fyrir Moore auðvitað. :o)

Matti Á. - 16/08/04 11:01 #

Eftirfarandi færsla í Dagbókinni hans Tryggva tengist þessari umræðu nokkuð. Vefdagbók Tryggva: Fahrenheit 9/11 (2004)

Margt af því sem er í Stupid White Men kemur fram í myndinni eins og vafasöm tengsl Bush fjölskyldunnar við Bin Laden og Sádí-Arabíu, sú staðreynd að flogið var með Bin Laden fjölskyldumeðlimi úr landi tveimur dögum eftir 11. sept 2001 þegar allt flug var bannað.....
Minni á það sem ég skrifaði hér að ofan
...það er ekki hægt deila um það að langflestir sem sjá umrætt atriði túlka það þannig að þessar vélar hafi flogið með Saudi Arabana úr landi meðan almennt flugbann var í gildi.

Tryggvi R. Jónsson - 16/08/04 11:11 #

Ég gerðist sekur um sögufalsanir og breytti textanum sem þú vísar í.. þó með augljósum hætti.

Kveðja Tryggvi 'Björn Bjarnason' Jónsson