Örvitinn

Fjölskylduferð í ræktina

Við hjónin skelltum okkur í ræktina eftir vinnu í gær. Kolla og Inga María komu með og fóru í barnapössunina en Áróra Ósk var ein eftir heim, átti að vera að læra en lék sér í Civ3 í staðin. Gyða er semsagt búin að kaupa sér árskort í Sporthúsið og hefur verið duglegri en ég að mæta síðustu tvær vikur.

Það var frekar mikið af fólki í Sporthúsinu klukkan sex, reyndar ekki mikil örtröð í tækin en biðröð í hlaupabrettin. Ég þoli ekki að bíða í ræktinni, vil mæta á staðinn og klára prógrammið á sem allra stystum tíma, ekki standa og glápa út í loftið. Hitaði því upp á hjóli. Að minnsta kosti tvö upphitunartæki eru biluð og hafa verið það í nokkurn tíma, ekki ásættanlegt.

Stelpurnar voru kátar og hressar í pössuninni, voru að horfa á barnatímann þegar ég var búinn í sturtu. Þetta fyrirkomulag virkar því alveg ágætlega svo lengi sem ekki er alltof mikið af fólki á staðnum. Ætli það líði ekki svona ein eða tvær vikur þar til hitt bjartsýna fólkið hættir að mæta, nýbúið búið að fjárfesta í árskorti. Þá ætti að verða ágætt pláss fyrir okkur.

heilsa
Athugasemdir

Gyða - 09/09/04 15:14 #

já mér hlakkar til að hitt liðið hætti að mæta og þvælast fyrir okkur :-) mmm þá er bara að passa að við (lesist ég) gefist ekki upp á undan hinu liðinu!!