Örvitinn

Niðurtími

Serverinn missti samband við umheiminn 16:07 í gær og lá niðri til tíu í morgun. Það var eitthvað netvesen þar sem serverinn er hýstur og svo gleymdi kerfisstjórinn að sparka honum í gang. Ekkert stórmál.

Uppitíminn þar til í gær var rúmlega sex mánuðir en síðast fór hann niður útaf rafmagnsleysi.

Ég þarf að fara að huga að því að færa serverinn, fékk að hafa hann tímabundið þar sem hann er nú - en sá tími er orðinn nokkuð langur. Er að spá í að fara bara með serverinn heim og hafa hann í búrinu, er með fasta ip-tölu og 512Kbs frá mér ætti að duga ágætlega. Get látið joker vísa domain nöfnunum (gmaki/orvitinn) á þá ip tölu, spurning hvort það nokkuð flóknara? ADSL routerinn getur forwardað portum, prófaði það í gærkvöldi.

tölvuvesen
Athugasemdir

pallih - 02/02/05 12:44 #

Ég er með kaninkuna hérna heima. Læt joker vísa á dnsexit.com sem er ókeypis dns þjónusta.

Lítið mál og einfalt.

Ef þú ert ekki með fasta ip tölu þá geturðu keyrt litla perl skriftu sem uppfærir dns skráninguna sjálfkrafa.

Matti Á. - 02/02/05 13:13 #

Ég er með fasta ip tölu, a.m.k. hefur hún ekkert breyst síðasta árið :-) Veit ekki betur en að allir ADSL kúnnar OgVodafone séu með fasta ip tölu.

Eins og er sér joker algjörlega um dnsið, held það dugi ágætlega. Breytir einhverju að vísa á annan aðila fyrir DNS þjónustu - fyrir utan það að geta verið með breytilega iptölu?

pallih - 02/02/05 13:47 #

Það breytir engu held ég ef þú getur fengið joker til að vísa hvert sem er og það kostar þig ekkert.

Matti Á. - 02/02/05 14:19 #

DNS þjónustan er ókeypis hjá joker. Ég er afar ánægður með þetta fyrirtæki, hafa aldrei klikkað og verðið afar sanngjarnt.