Örvitinn

Ódýrar zoom linsur

Eins og ég nefni í ölvunarfærslu ætla ég að kaupa mér linsu fyrir brot af kaupaaukanum.

Þar sem einungis um brot er að ræða er ég að skoða allra ódýrustu zoom linsur, 70-300mm f/4-5.6G, 70-300mm f/4-5.6D ED eða Sigma APO II 70-300 Macro. Sigma linsan kostar $209 á bhpoto og adorama, Nikon 70-300G fæst fyrir um 15.000 hjá Ormsson minnir mig og ED linsan er eitthvað dýrari, kostar um 40.000 hjá Beco($280 BHPhoto). Af þessum lýst mér best á Sigma linsuna, sérstaklega þar sem hún er nothæf sem Macro linsa (1:2)

Það væri kannski gáfulegt að kaupa frekar notaða "betri" zoom linsu fyrir svipaðan pening, t.d. Nikon AF Nikkor 70-210mm f/4 eða Nikon AF Nikkor 70-210mm f/4-5.6D. Veit samt ekki hversu auðvelt er að verða sér úti um þær.

Ég hef ekki efni (eða réttara sagt, ekki fjárheimild) til að kaupa 2.8 linsu, eins og t.d. 80-200 2.8.

græjur
Athugasemdir

Carlos - 08/02/05 12:24 #

Ég gerði eitt sinn þau mistök að kaupa ódýra Sigma linsu, að vísu 17 ár síðan, en engu að síður Mistök með stórum staf. Hef ágæta reynslu af f4 linsum frá Nikor.

Það sem fór í pirrurnar á mér varðandi Sigma linsuna var hve illa henni hélst á kantskerpu. Frekar fatalt þegar maður á dýra myndavél og kann að taka myndir, ekki satt?

En af hverju ekki taka fastar (gamlar) linsur í stað zoom (spyr ég eins og auli - og þó)?

Matti Á. - 08/02/05 13:46 #

Ég er reyndar afar hrifinn af föstum linsum og stefni á að eignast 35mm f/2.0 bráðlega, ég nota 50mm 1.8D linsuna mikið þó sjónarhornið sé frekar þröngt miðað við 1.5 crop. Þetta er fyrst og fremst spurning um aura. 300 og 200mm fastar Nikon linsur kosta um $1000 sýnist mér, ég er meira að spá í $300-$400 linsum.

Það er lítið vit í öðru en að kaupa AF linsu fyrir D70, þó hægt sé að nota manual focus linsur, þá mæla menn ekkert sérstaklega með því þar sem maður missir eiginlega allt "metering", þ.e.a.s. þarf að nota vélina í manual ham - sem er svosem ekkert stórmál þannig talað.

Þessi Sigma linsa fær ágætis umsögn, a.m.k. borið saman við aðrar ódýrar zoom linsur.

Það sem fór í pirrurnar á mér varðandi Sigma linsuna var hve illa henni hélst á kantskerpu
Hér kemur einn kostur digital véla með skynjara í APS stærð, kantskerpan verður betri þar sem þú notar í raun bara miðju linsunnar!

Annars langar mig mest í þessa Nikkor 70-210mm f/4-5.6D linsu, en $420 er í það mesta. Væri til í að borga svona $350 + flutningskostnað + vsk. Spurning um að setja minn mann á ebay í málið :-)

Tyrkinn - 08/02/05 14:12 #

Tyrkinn þekkir lítið til Nikon/Nikkor linsa, en telur rétt að geta þess að Sigma linsum hefur farið mjög mikið fram undanfarin ár. Þeir segja (gárungarnir þ.e.) að margir treysti Sigma ekki enn eftir misjafna sögu þessarra linsa, og að nýrri týpur séu að gera mjög góða hluti, sérstaklega dýrari línan hjá þeim (EX)

Snilldar síða um linsur: Fred Miranda. Flestar Sigma linsurnar sem eru þarna eru að skora mjög vel (vantar þó þessa sem þú ert að spá í....)

Carlos - 08/02/05 15:54 #

Maður leggst til svefns í smástund og vaknar við breyttan heim. Ég sem keypti mér 35/f2 og 24/f2.8 vegna kantanna ... nú er það þá overkill. Ég á reyndar 200/f4 og er sæmilega sáttur, langar samt ógeðslega í 500 eða 1000 mm spegillinsu. En þá er ég enn fastur í filmuvélinni og manúal fókus...það ætti kannski að slá mig af og setja í formalín.

Matti Á. - 08/02/05 16:18 #

Þú getur eflaust notað allar linsur þínar með D70, meira að segja spegillinsur.

24mm og 35mm linsurnar ættu að nýtast þér vel þar sem þær virka svipað og 36mm og 52mm linsur.

200mm f4 manual fókus linsa kostar $850, ekki alveg ókeypis :-)

Manúal fókus linsur virka með D70 en þeir sem eru vanir filmuvélum eru sumir ekki sáttir við útsýnið, fókusskjárinn er ekki jafn góður og menn eiga að venjast. Ég nota samt manual fókus af og til.

Þú þarft bara að komast í D70 og prófa með linsunum þínum.

Carlos - 08/02/05 22:26 #

Ekki alveg linsan sem ég á (mín er örugglega 15 ára gömul) en ég skil hvað þú átt við. Mér hefur alltaf fundist jafngaman að láta mig dreyma um næstu linsu sem ég kaupi ... sé alltaf eftir 180 mm f2,8 sem vinur minn og ég keyptum saman og hann fékk að lokum.

Ég hlakka ógeðslega mikið til þess að prófa Nikon D70, PowerShot G2 er ekki alveg að gera það fyrir mig sem ég vil ...