Örvitinn

Rossopomodoro í hádeginu

Kíkti með Gyðu á Rossopomodoro í hádeginu. Fékk mér Carbonara, Gyða pantaði sér hálfmána.

Carbonarað var ágætt, ekki jafn gott og mitt en gott samt. Ég er hrifnari af því án rjóma. A.m.k. held ég að það hafi verið rjómi í þessu. Gyða var mjög ánægð með hálfmánann, brauðið var sérlega gott, betra en mitt :-) Vorum að spá í að ég þyrfti að hafa meira salt og olíu næst. Ég prófa mig áfram.

Það var tómt þegar við mættum um 12:20 þannig að við biðum í afar stuttan tíma eftir matnum. Korteri síðar hafði eitthvað fjölgað á staðnum. Vona að það sé meira að gera þarna að jafnaði því þetta er ágætur staður.

veitingahús