Örvitinn

Vaknaði þokkalega snemma

Dreif mig á fætur tíu mínútur yfir átta í morgun, snúsaði bara í 20 mínútur. Viti menn, þetta var ekkert rosalega erfitt. Þurfti að mæta á fund í vinnunni kl. 08:45 og hafði því ekkert val :-)

Stelpurnar voru duglegar, vöknuðu á sama tíma og ég og voru ekkert að dóla sér heldur klæddu sig nokkuð rösklega. Voru bara hressar með að fá morgunmat í leikskólanum.

Ég fór reyndar að sofa rétt fyrir þrjú í nótt, var að horfa á 21. og 22. þátt Lost seríunnar. Tveir þættir eftir, klára seríuna í kvöld. Þarf líklegast að fá mér Magic í dag til að halda mér gangandi.

Stóra spurningin er svo hvort mér tekst þetta tvo daga í röð.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 08/06/05 11:53 #

Jú, þú getur þetta alveg, ef þú drekkur ekki of mikið af svona töfradrykk ættir þú að sofna fyrr í kvöld. (Hvað er annars mikið eftir af þessarri seríu?)

Matti - 08/06/05 12:03 #

Þetta eru tuttugu og fjórir þættir, fyrsti og síðasti tvöfaldir. Á Rúv var verið að sýna tíunda þátt í fyrrakvöld. Geri ráð fyrir að það sé búið að sýna alla seríuna vestanhafs fyrst ég er kominn með þetta á tölvutækt form.

Ég á semsagt tvo síðustu þættina eftir, ígildi þriggja þátt.