Örvitinn

Blóðgjöf og bílavesen

Skellti mér í Blóðbankann í hádeginu eftir símtal frá þeim. Þau hringja á þriggja mánaða fresti og engin ástæða til að mæta ekki. Drífið ykkur í Blóðbankann og gefið blóð. Þetta er næstum engin fyrirhöfn en gerir mikið gagn.

Eitthvað gekk hægt að finna æðina og að lokum var hóað í reynslumestu konuna á svæðinu, sú sem var að sinna mér treysti sér ekki til að stinga, fannst æðin það þröng. Sú reynslumikla var ekkert að hika við þetta og stakk nálinni glæsilega beint í æð. Besta stunga sem ég man eftir, fann ekkert fyrir þessu. Næst er ég að spá í að mæta með þessa mynd útprentaða svo þau þurfi ekki að leita, þarna er nefnilega æðin mín! Blóðþrýstingur var 131/66, púls 56.

Hitti Gyðu og skutlaði henni í Brimborg þar sem hún sótti bíl móður sinnar úr viðgerð, verðum með hann í láni næstu daga. Kom við hjá Didda og fékk hann til að kíkja á bremsurnar á okkar bíl, þarf að skipta um diska og klossa að framan, hann reddar því eftir helgi.

dagbók
Athugasemdir

Ósk - 30/06/05 19:13 #

Ég veit að þetta er smástelpulegt viðhorf... ...en þetta er ógeðsleg mynd. hrollur

Matti - 01/07/05 13:15 #

Það eina sem mér finnst óþægilegt við þessa mynd eru rauðu punktarnir tveir, minnir líka að þessi blóðgjöf hafi verið frekar óþægileg.

Ég var að spá í að taka vídeó með símanum í gær en gugnaði á því, geri það næst og skelli myndbandinu á netið :-)