Örvitinn

"Mér sýnist Liverpool vera að spila svæðisvörn"

Eitthvað í þessa áttina mælti Guðmundur Torfason í fótboltaþættinum Að leikslokum í gærkvöldi þegar þeir fjölluðu um markið sem Everton skoraði eftir hornspyrnu í viðureign Liverpool og Everton um helgina. Spekingarnir voru eitthvað að velta því fyrir sér hver hefði átt að dekka Tim Cahill sem skoraði markið með skalla. "Mér sýnist þeir spila svæðisvörn".

Er ég að fara fram á of mikið þegar ég ætlast til þess að sérfræðingar sem fjalla um enska boltann viti að Liverpool hefur, eitt liða á Englandi, spilað svæðisvörn gegn föstum leikatriðumsíðustu tvö ár eða frá því Benitez tók við liðinu. Þessi svæðisvörn hefur stundum verið gagnrýnd því liðið hefur í gegnum tíðina fengið á sig nokkur mörk úr föstum leikatriðum, en ekki heyrist mikil gagnrýni lengur því Liverpool státar nú af næstbestu vörn deildarinnar, aðeins Chelsea hefur fengið færri mörk á sig. Ég hef lesið ótal greinar um svæðisvörn Liverpool í ýmsum breskum vefmiðlum, sumar þar sem svæðisvörnin er gagnrýnd aðrar þar sem fjallað er á jákvæðan hátt um hana.

Ég slökkti á sjónvarpinu eftir þessa yfirlýsingu Guðmundar, algjörlega tilgangslaust að hlusta á þessa spekinga fjalla um fótbolta. Horfði svo á hluta þáttarins í ræktinni í morgun, hljóðlaust. Þegar tvær mínútur voru eftir af skokkinu sýndu þeir annað mark Manchester United á móti Birmingham í fyrsta sinn. Þegar ég var búinn í skokkinu og kominn upp á teygjusvæðið í Laugum var enn verið að endursýna markið, í 10-12 skipti.

Þessi þáttur er versta fótboltasjónvarpsefni í geimi.

Ég hef áður tuðað útaf þessum sjónvarpsþætti

boltinn fjölmiðlar
Athugasemdir

Kristján Atli - 28/03/06 23:21 #

Þetta er svo satt að það er ekki fyndið. Sérfræðingar, my ass!

By the way, þá skrifaði ég eiginlega 2,000 orða útgáfuna af þessu kvabbi þínu í dag. :-)

Matti - 29/03/06 10:10 #

Þetta er góður pistill sem ég var að sjálfsögðu búinn að lesa.