Örvitinn

Trúarnöttarar fara í göngutúr

Beðið fyrir Reykjavík á sumardeginum fyrsta

Tíu gönguhópar á vegum kristinna safnaða fóru í bænagöngu í kring um Reykjavík í morgun, að morgni sumardagsins fyrsta. ... Hver hópur hafði þá gengið fimm til sex km leið umhverfis Reykjavík og numið staðar nokkrum sinnum á leiðinni og beðið fyrir borginni.

Það er stundum talað um ofsatrúfólkið í sértrúarsöfnuðum sem hegðar sér undarlega borið saman við hófsama þjóðkirkjuliðið. En hvað á maður eiginlega að segja um fólk sem fer í fimm-sex km göngutúr og stoppar nokkrum sinnum til að biðja fyrir borginni? Hvað er hægt að hugsa um svona hegðun? Hún er náttúrulega fullkomlega glórulaus, algjörlega út úr öllu korti ef maður stoppar til að hugsa um það. Hvað veldur því að þetta þykir eðlilegt?

Ef hópur fólks hefði gengið sömu leið en stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og slátrað hænu á hverju stoppi , borginni til blessunar, þætti hegðun þeirra örugglega ákaflega furðuleg en einhvernvegin hefur kristnum tekist að búa svo um hnútana að það þykir ekkert stórfurðulegt þó hópur fólks taki saman höndum og ákalli ósýnilegt (óskiljanlegt) almætti og biðji það um að blessa borgina.

Ég skil ekki af hverju meginþorri landsmanna segist eiga samleið með svona furðufuglum.

Dagsrkrá sumardagsins fyrsta hefst á því að gengið er til messu í Seljahverfi. Ég vil þakka Reykjavíkurborg fyrir að útiloka mig frá byrjun dagskrár. Hvað í andskotanum hefur kirkjan með sumardaginn fyrsta að gera?

kristni
Athugasemdir

djagger - 20/04/06 13:51 #

Ég er nú í þjóðkirkjunni og kem úr kristnri fjölskyldu, en svona rugl skil ég ekki alveg.

Er borgin í vandræðum? Hverju eru þau að reyna að breyta eða bæta með bæn? Ætli guð sendi borgarstjóranum þessar bænir í pósti?

Maður spyr sig.

Sævar Helgi - 21/04/06 00:28 #

Hvað kemur Robbie Fowler málinu við? :-)

Hahaha, snilldar svar!!