Örvitinn

Samsærið um að hunsa tölvupóst frá mér

Ég minntist á það um daginn að Séra Sigurður Árni hunsar tölvupóst frá mér. Svona er þetta hjá þessum prestum, þeir eru margir hrokafullir andskotar sem þykjast ekki þurfa að svara fyrir neitt enda talsmenn Gvuðs á jörð. Hvað um það, ég nenni ekki að stressa mig á Sigurður Árni.

En fleiri svara ekki tölvupósti. Um daginn sendi ég tölvupóst á Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur verkefnisstjóra guðfræði og þjóðmála hjá Biskupsstofu og dr^2Pétur Pétursson, þar sem ég ítrekaði fyrirspurn um niðurstöður könnunar um trúarviðhorf íslendinga. Þau hafa ekki svarað þeim pósti. Svona var fyrirspurn mín:

Sæl

Er einhver tímasetning komin á birtingu þeirra spurninga sem á eftir að birta úr trúarlífskönnun Gallups? Ég sá að einhverjar nýjar komu þegar Kirkjugarðar Reykjavíkur birtu hlutann sem fjallaði um útfarir en enn vantar einhverjar. Ég hef sérstakan áhuga á að vita hvernig fólkið svaraði spurningunni um eðli Jesú, væri hægt að sjá svörin við þeirri spurningu?

Væri að minnsta kosti hægt að fá spurningalistann birtan?

kv
Matthías Ásgeirsson

Eins og þið sjáið er varla hægt að saka mig um ókurteisi eða ómálefnaleika, en Pétur og Adda Steina kjósa að hunsa mig. Næsta skref er að skrifa bréf til kristinhátíðarsjóðs vegna þess að ég tel að það samrýmist ekki reglum sjóðsins að óþægilegum niðurstöðum sé stungið í skúffu úr rannsóknum sem fjármagnaðar eru af sjóðnum. Það er deginum ljósara að í þessu ákveðna tilviki er Þjóðkirkjan að fela niðurstöður úr lykilspurningu könnunarinnar. Þetta er ekkert aukaatriði heldur má færa rök fyrir því að könnunin sé marklaus án spurningarinnar um viðhorf fólks til Jesú. Slík rök hefur dr^2Pétur reyndar sjálfur sett fram og því undarlegt að hann standi fyrir því nú að fela þau. Það myndi hann ekki gera ef sannleikurinn hentaði málstað hans.

Þetta er ekki búið, enn fleiri aðilar kjósa að hunsa pósta frá mér. Gæða- og vöruþróunarstjóri Norðlenska hefur ekki sent mér svo mikið sem eitt orð í kjölfar þess að ég benti honum á flísina sem ég fékk í kaupbæti með Sælkerakjötbollum. Ég var rétt í þessu að forwarda þeim pósti á framkvæmdastjóra fyrirtækisins og lýsa yfir óánægju minni með skort á viðbrögðum. Ég var/er ekki að fara fram á að fá skaðabætur, það eina sem ég vil er vísbending um að málið sé skoðað.

Spurning dagsins hlýtur að vera: Er þjóðin búin að koma sér saman um að svara mér ekki - eða ætli gæðastjóri Norðlenska sé skyldur einhverjum háttsettum erindrekum Þjóðkirkjunnar og því hluti af samsærinu?

Er gmail bara bilað? :-)

kristni Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 22/05/06 19:04 #

Þess má geta að framkvæmdarstjóri Norðlenska hefur svarað nú tveim tímum síðar og ætlar að gera eitthvað í málinu, kúdos fyrir það.

sirrý - 22/05/06 23:40 #

ég var að hugsa um daginn að norðlenska væri svona lengi að svara þar sem algents sé að vörur frá fyrirtækinu sé sendar í skaðabætur og þeir hafi verið að eyða tímanum í að reyna að finna sælkerabollur sem ekki eru með flís :C) En nei nei kannski nennir bara engin að eiga samskipti við það :C) Ætli þú sért ekki á svörtum lista hjá öllum trúarmönnum þjóðarinnar ferð beint í ruslpóstinn bara hugmynd hvað veit ég

HuginnogMuninn - 23/05/06 18:32 #

Þú ert bara nokkuð góður í myndunum, fljótur að finna beztu vinklana og skerða þetta rétt. Ekkert súper en fyrir ofan meðallag. Auðvitað hunsar Kirkjan h/f þig Hélstu að þeir væru bjánar?

Matti - 23/05/06 18:41 #

Takk fyrir hrósið, ég sætti mig alveg við "fyrir ofan meðallag" :)

Auðvitað hunsar Kirkjan h/f þig Hélstu að þeir væru bjánar?

Tja, hvað get ég sagt ... :-) Neinei, ég held nefnilega ekki að þetta fólk sé bjánar. T.d. finnst mér bara afskaplega forvitnilegt af hverju Adda Steina og Pétur Pétursson stunda það að stinga áhugaverðustu niðurstöðum þessara rannsóknar ofan í skúffu. Ég fatta ekki hvað þau eru að spá.

Ég held nefnilega að það sé ekkert bjánalegt fólgið í því að svara þessu bréfi annars vegar og gefa út niðurstöður könnunarinnar hins vegar. Ég tel það vera rétt.