Örvitinn

Kláraði myndabók

Í nótt kláraði ég loks ljósmyndabók sem ég ætlaði að ganga frá fyrir löngu. Ég held að bókin komi vel út, vona að myndirnar skili sér vel á pappír og að eigendur verði sáttir og fyrirgefi mér seinaganginn þegar þeir fá bókina loks í hendur. Ég sendi þeim bókina í pósti um leið og ég fæ hana, vonandi eftir svona tíu daga.

Ég er afskaplega feginn að hafa lokið þessu.

Ég er byrjaður á næstu bók, en hún er bara fyrir mig (og kannski einhverja aðra, en það er leyndó).

Svona leit síðasta bók út.

dagbók
Athugasemdir

Einar Örn - 21/06/06 10:49 #

Hvernig eru gæðin að koma út í þessum bókum? Ég hef verið að spá í að sleppa því að prenta út myndir og líma í albúm og gera þetta í staðinn.

Er hægt að skrifa texta með?

Mr. Kodak - 21/06/06 10:55 #

Er þetta dýrt dæmi? Og hvernig eru gæðin samanborið við útgáfuprentun og það sem bókaforlögin gefa út? Mér sýnist ganga að mixa texta og myndir, en eru eiginlegir layout-möguleikar a la Adobe indesign og þess háttar?

Matti - 21/06/06 10:58 #

Langflestar myndir komu vel út í síðustu bók, 1 eða 2 voru ekki nógu góðar en ég held það hafi verið mér að kenna. Myndirnar sem voru yfir heila síðu voru allar afar flottar.

Það er hægt að setja texta og á síður eins og sést t.d. á vinstri síðunni. Maður getur semsagt valið layout fyrir hverja síðu, verið með texta á einni síðu, engan á næstu, margar myndir á einni og bara eina á annarri.

Ég mæli með þessu, þetta er helvíti flott.

Matti - 21/06/06 11:01 #

Ég veit ekki hvernig þetta er borið saman við útgáfuprentun, á síðu sinni segja þeir:

Printing: Genuine 4-color offset printing with real ink on paper just like any high-quality book or magazine.

Maður getur ekki stjórnað layouti alveg, heldur velur maður template fyrir hverja síðu. Það eru ansi fjölbreytt template en samt er það þannig að maður getur t.d. ekki haft snið mynd alveg eins og maður hefði viljað í öllum tilvikum, þ.e.a.s. oft þarf maður að kroppa eitthvað.

Þessi opna er t.d. ansi ólík þeirri sem ég vísaði á hér á undan.

Matti - 21/06/06 11:03 #

Varðandi verðið, þá er það afstætt :)

Þetta sagði ég síðast:

Verðið fer eftir blaðsíðufjölda.

Þessi bók er 33 bls og inniheldur 72 myndir.

Tollverð (þ.e.a.s bók + flutningar á gengi dagsins í dag er 4.127 ($65,17), ofan á það leggst tollur, virðisaukaskattur og gjald fyrir tollmeðferð, samtals 1.875, þannig að bókin kostar samtals 6,000.- krónur.

Einar Örn - 21/06/06 11:06 #

Langflestar myndir komu vel út í síðustu bók, 1 eða 2 voru ekki nógu góðar en ég held það hafi verið mér að kenna.

Veistu hvað það var? Hver er lágmarksupplausn til að myndin komi vel út á heilsíðu í bókinni?

Matti - 21/06/06 11:13 #

Myndirnar sem komu ekki nógu vel út voru dökkar myndir sem ég hafði reynt að lýsa en gerði ekki nógu vel, ég ruglaði semsagt litunum prívat og persónulega. Þessi myndi er t.d. klúður fyrir og eftir prentun.

Varðandi upplausn, þá eru báðar bækurnar sem ég hef gert miðstærð (classic hardcover) og skv. því sem þeir segja þarf upplausn að vera: 2040 x 1530 fyrir landscape format í fullri stærð og 1148 x 1530 fyrir portrait í fullri stærð. Ég held þú þurfir ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því. Ef þú ert með myndir í minni gæðum hefur þú þær ekki á heilli síðu heldur setur fleiri en eina á síðu þegar það á við. Fyrir minni myndir (margar per síðu) þarf upplausnin ekki að vera mikil.

Matti - 30/06/06 20:22 #

Var að fá bókina í dag. Myndirnar koma afar vel út, en þeir klúðruðu forsíðunni :-(

Þar sem átti að vera 'ý' var í staðin yfirstrikaður broskarl. Ég er búinn að senda kvörtunarbréf, þarna virðast þeir hafa verið að nota stafasett sem ekki er með ý (en samt með ó og í).

Ég skrifaði nú töluvert mikinn texta í síðustu bók, en man svosem ekki hvort ý var þar á meðal, kíki á það næst þegar ég kemst í þá bók hjá tengdó.