Örvitinn

Helgin, bústaður og brenna

Tengdafaðir minn virðir fyrir sér brennunaJæja, við erum komin heim úr bústaðnum. Helgin fór að mestu í að slá túnið fyrir neðan bústaðinn. Það hefur ekki verið gert í nokkur ár og því heljar verkefni að vinna á því. Fyrst þurfti að slá 50cm hátt grasið og þvínæst vinna á þúfunum sem hafa myndast þegar sinan leggst niður.

Við náðum einni umferð en það þarf að fara yfir þúfurnar, a.m.k. eina umferð í viðbót. Ég treysti því að Stebbi mágur taki á því á morgun!

Í bústað gerir maður það sama og vanalega, les í bók, spilar tölvuleik, fer í pottinn og spilar spil. Alveg ágætt. Í gærkvöldi var haldin brenna á sumarbústaðasvæðinu. Eitthvað sungið og farið í leiki. Stelpurnar voru ánægðar með að fá sykurpúða á priki sem eitthvað fólk var með og deildi með öðrum.

Á leiðinni uppeftir lenti í ég í pirrandi upplifun í Hvalfjarðargöngum. Við ókum á eftir bílum sem fóru nokkuð rólega. Þegar ég var kominn að brekkunni norðan megin sá ég færi á að taka fram úr, en nei, konan á undan mér ákvað að aka á vinstri akrein upp brekkuna á næstum sama hraða og bíllinn á hægri akrein. Það var um miðja brekku þegar ég gat skotist framfyrir hægra megin. Í baksýnisspeglinum sá ég langa tvöfalda röð. Sumt fólk á ekki að hafa ökuréttindi.

Hér eru nokkrar myndir

dagbók
Athugasemdir

Sigga Magg - 07/08/06 10:32 #

Sammála, það er algerlega óþolandi þegar fólk er að lullast þetta áfram á vinsti akrein á sama hraða eða jafnvel hægar en bílarnir á hægri akreininni. Getur gert mig brjálaða!

Börkur - 08/08/06 17:31 #

hmm. kannski þetta hafi eitthvað með vesen þitt í göngunum að gera? :)

Matti - 08/08/06 18:17 #

Hugsanlega, en þessi blessaða kona ók nokkuð undir hámarkshraða á leiðinni upp brekkuna.

Annars er ég búinn að jafna mig á þessu atviki :-)