Vín og skel varð fyrir valinu
Fjölskyldan fór á Vín og skel í gærkvöldi í tilefni dagsins. Vorum heilmikið að spá í hvert skyldi halda þar til við föttuðum að stelpurnar borða krækling.
Fengum okkur rækjuveislu og túnfiskcarpaccio í forrétt (pöntuðum þrjá forrétti og deildum þeim). Gyða fékk sér humar í aðalrétt af því að hún var afmælisbarnið, ég fékk mér hrefnukjöt "Teriyaki", Inga María og Kolla krækling og Áróra Ósk fiskisúpu. Keyptum ís handa stelpunum og súkkilaðiköku handa okkur hjónum í eftirrétt.
Maturinn var góður frábær, stelpurnar fengu ábót á kræklinginn og við borguðum miklu minna en halda mætti, fengum 30% afslátt af mat stelpnanna og borguðum bara fyrir einn skammt af krækling þó Inga María og Kolla hafi fengið ábót. Þjónustan góð og kvöldið afar vel heppnað Ég get mælt með staðnum fyrir fjölskyldufólk, þ.e.a.s. ef börnin borða krækling :-)
Við tókum nokkrar myndir.