Örvitinn

Vantrúarbrunch

Við buðum Vantrúarfólki í brunch heima hjá okkur í hádeginu. Um að gera að reyna að hittast við önnur tækifæri en á öldurhúsum bæjarins.

Við höfðum ekki mjög mikið fyrir þessu. Ég bakaði pizzur og eldaði eggjaköku. Keypti brauð og álegg. Sátum svo til næstum hálf fjögur og ræddum daginn og veginn. Afar huggulegt og verður væntanlega endurtekið eftir svona tvo mánuði.

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 10/12/06 13:14 #

Þetta var mjög gaman og umræðurnar fjörugar þó bjórinn væri bara inní ísskáp ;) Er annars hægt að betla uppskrift að eggjakökunni? Kveðja, Eygló