Örvitinn

Eggjakakan í gær

Ég geri eggjakökur aldrei eftir uppskrift, yfirleitt notast ég við afganga, en nokkurn vegin svona var eggjakakan sem ég gerði í gær.

Saxa lauk, hvítlauk og papriku smátt. Steikja upp úr olíu þar til laukur er glær. Bacon og pylsubitum bætt og pönnuna og brúnað. Smjöri bætt á pönnu og sveppir út í.

Eggin brotin í skál og hrærð með gaffli. Parmesan ostur rifinn út í, salt og pipar bætt í og fersk basilika rifin og hrært saman við eggin.

þegar sveppir eru þokkalega steiktir er eggjablöndunni hellt yfir og öllu hrært vel saman. Steikt í smá tíma og hrært aðeins í, látið svo steikjast í mínútu eða svo og skellið pönnunni í ofninn (150-160° blástursofn). Þegar eggjakakan virðist vera næstum því tilbúin er hún tilbúin, takið úr ofni og látið standa í nokkrar mínútur. Hvolfið á disk og hvolfið aftur á bakka eða kökudisk, hliðin sem snýr upp á pönnunni er miklu fallegri.

Lykilatriði: parmesan með eggjunum - henda pönnunni í ofninn í stað þess að snúa kökunni - ekki of lengi í ofni - slatti af basiliku.

matur
Athugasemdir

Eygló - 10/12/06 17:17 #

Takk, takk :)

Haukur - 02/03/08 17:29 #

Fín uppskrift, við elduðum eftir henni áðan með góðum árangri :)

Matti - 03/03/08 11:08 #

Gaman að heyra.