Örvitinn

Hið daglega þvaður

Egill Helgason er ekki eini trúmaðurinn sem eyðir saklausum athugasemdum, ég skrifa um fleiri gungur á næstum dögum. Ég myndi ekki kvarta ef fólk væri að henda út dónaskap eða skítkasti frá mér, en þegar þetta Þjóðkirkjulið eyðir út málefnalegum athugasemdum sem ég skrifa undir fullu nafni er mér nóg boðið.

Mikið óskaplega voru þetta ósanngjörn úrslit í leiknum í dag. Ég efast um að nokkur geti haldið því fram að Manchestar United hafi átt skilið að vinna, en svona er meistaraheppnin.

Ég fór í innibolta, það var ágætt fyrir utan að við vorum sjö í stað átta. Fínt að sprikla í boltanum. Ég er ekki frá því að ég finni örlítið fyrir því í boltanum að ég er léttari á mér.

Eftir fótboltann verslaði ég fyrir brunch sem við verðum með á morgun og keypti svo kvöldmat hjá Austurlandahraðlestinni. Mikið óskaplega finnst mér maturinn þeirra góður, en ódýr er hann ekki. Við opnum hvítvínsflösku og sötruðum með matnum. Ég hugsaði ekki um þyngdina í kvöld.

Hvernig finnst ykkur röksemdarfærslan: "Fólk talar um að X geti t.d. valdið einelti, ég hef ekki orðið var við að X valdi einelti, því er X í góðu lagi" Er þetta ekki dálítið kjánalegt? Ég meina, nóg er að benda á möguleikann, ef hann er raunhæfur, til að fyrri rökin standi. Það dugar varla að segja sí og æ - "en ég hef ekki séð neitt einelti". Vitið þið hvað. Ég hef heyrt af því.

Ég horfði á Idiocracy í nótt. Hún er ágæt.

dagbók
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 03/03/07 21:53 #

Röklegar "ályktanir" eiga sér ekki mörg heimili veturinn fyrir kosningar. Ég er eiginlega að verða úrkula vonar um að rök eigi sér nokkurn málsvara nú til dags. Mitt persónulega uppáhald er: "Þegar sagt er A þarf að segja B" sem ég skil engan veginn. Ég segi voðalega sjaldan B á eftir A eða A á undan B, nema þá kannski þegar ég segi "Abnormal!" ( http://www.lara.is/2007/02/klam_og_klam.html )

Matti - 03/03/07 21:58 #

Ég forðast klámumræðuna eins og heitann eldinn :-)