Örvitinn

Kóríander...

Ég sé um hádegismatinn í vinnunni á morgun. Ný hefð að einu sinni í mánuði eldar sjálfboðaliði fyrir mannskapinn, ég mun ríða á vaðið. Undirbjó matinn í kvöld, reif niður þrjá kjúklinga sem ég keypti tilbúna, 1500gr af kotasælu fóru út í, um sjö hundruð grömm af osti og heill bakki af ferskum kóríander. Allt þetta er nú í skál í ísskápnum. Ég hef ekki prófað áður að geyma þetta yfir nótt, vona að kóríanderinn haldi bragði en hvert ætti það svosem að fara nema í réttinn. Ég er semsagt að fara að elda þrefalda uppskrift af enchilada.

kóríander

matur
Athugasemdir

Jón Magnús - 20/03/07 23:22 #

Vííííí.... ég næst :)

Jón Magnús - 21/03/07 14:18 #

Ógeðslega gott - takk fyrir mig.

Matti - 21/03/07 14:21 #

Verði þér að góðu.

Þetta heppnaðist bara vel og allir virtust sáttir, flestir fengu sér ábót og magnið passaði akkúrat fyrir allan mannskapinn, allir fengu nóg og það var enginn afgangur (það var hálfur diskur eftir síðustu menn, en þegar ég kíkti inn var hann búinn).

Ég held það hafi um átján verið í mat.

Erla - 21/03/07 17:01 #

Ég ætlaði að borða í hádeginu en missti af því - var hjá endurskoðandanum og hrægammarnir hér borðuðu skammtinn sem ég pantaði í gær ;-) Ilmurinn úr eldhúsinu var hinsvegar ljómandi og bragðið ekki síðra heyrðist mér. Það kom reyndar uppástunga um að reka Matta og ráða hann sem kokk hjá okkur, held nú að við göngum ekki svo langt en það verður eflaust stutt í að þú verðir aftur gestakokkur Matti.

Matti - 22/03/07 16:12 #

Í ljós hefur komið að það var Ingólfur sem læddist inn í eldhús og kláraði síðustu bitana.

Reyndar er rétt að taka fram að ef hann hefði ekki gert það hefði ég klárað matinn, því ég kom að tómumfati skömmu síðar, þegar ég ætlaði að narta í afgangana.