Örvitinn

Sumardagurinn fyrsti

Kolla máluð í framanVæri ekki sniðugt að færa sumardaginn fyrsta fram á sumar?

Hvað um það, við röltum að Hólmaseli í dag og skemmtum okkur ágætlega. Mættum rétt rúmlega tvö, eftir messu. Eins og ég hef áður tuðað um, þá er messa hluti af dagskránni hér í Seljahverfi sumardaginn fyrsta, skrúðgangan endar hjá kirkjunni, skemmtidagskrá hefst að lokinni messu. Enn á ég eftir að komast að því hvað þessi dagur kemur kristinni trú við. Mætti ekki banna kristnu fólki að iðka trú sína þennan dag líkt og okkur hinum er bannað að fara í bingó föstudaginn langa? :-)

Jóna Dóra og Ásdís Birta röltu með okkur. Stelpurnar létu mála sig í framan, við horfðum á ágætis skemmtiatriði og fengum okkur svo pylsur í lokin.

Ég tók nokkrar myndir.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 20/04/07 13:12 #

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Við fórum á landnámssýninguna í Aðalstræti þarna sem bærin fannst 2001 þar var sérstök leiðsögn í gegn fyrir börn. Krökkunum fannst mjög gaman. Í Hafnarfirði var messan fyrst og byrjaði gangan hjá kirkjunni og endaði á hátíðarsvæðinu mér finnst það eðlilegra og auðvitað geta allir valið hvort þeir fari í kirkju eða ekki.