Örvitinn

Strætómyndafrummyndin

beðið eftir strætóÁður hefur Deiglan notað strætómyndir mínar, nú er það Vefritið sem myndskreytir grein með ódauðlegu listaverki mínu.

Ætli þessi mynd sé kannski besta strætómynd í geimi, strætómyndin sem allar aðrar strætómyndir eru bornar saman við. Strætómyndafrummyndin?

Æi, ætli það sé ekki bara böggur í kerfinu (veröldinni) að ég skuli ramba inn á þessar síður sem taka myndirnar mínar. Það er ekki eins og ég beri skaða af.

ps. annars er smá munur á flickr myndinni og þeirri sem vefritin notar, á flickr útgáfunni hef ég klónað bílinn í burtu. Reyndar hrikalega illa gert, en það er önnur saga.

kvabb
Athugasemdir

Matti - 06/06/07 17:47 #

Þess má geta að Þórir Hrafn hringdi í mig áðan, baðst afsökunar og bað um leyfi til að nota myndina sem hann fékk að sjálfsögðu.

Allir hressir og kátir.

Ég var reyndar ekkert fúll í þetta skipti.