Örvitinn

Bænagangan

Baldur Freyr EinarssonÉg kíkti í bæinn í gær til að sjá bænagönguna. Missti af göngunni sjálfri en þegar ég kom að Austurvelli var miðbæjarpresturinn Séra Þorvaldur Víðisson að fara fram á að kristnifræðikennsla verði aukin í skólum landsins. Það þarf einhver að útskýra fyrir mér hverju er mögulega hægt að bæta við kristnifræðikennslu hér á landi.

Í fréttum RÚV var sagt að það hefðu verið 3000 manns á Austurvelli og einhverjir hafa talað um 2-4000. ég myndi giska á að þarna hafi verið 1000-1500 manns en er svosem ekki klár í því að meta mannfjölda. Nóg var af lausum bílastæðum og lítið mál að fá sæti á kaffihúsi eftir að dagskrá lauk. Ég sá nokkur kunnugleg andlit í hópnum, þ.m.t. Guðstein Hauk sem ég tók mynd af. Þar sem ég var með stelpurnar með mér gat ég ekki gefið mér tíma í að rölta meira um og finna önnur "þekkt" andlit. Ég hefði t.d. viljað ná mynd af JVJ sem var að sjálfsögðu á staðnum. Kalli var líka á svæðinu að taka myndir.

Sigurbjörn EinarssonStemmingin kom mér á óvart, ég átti von á því að mér myndi þykja þetta fyndið en í raun fannst mér uppákoman afar hræðileg, mér fannst fasistastemming yfir þessu og fékk ekki á tilfinninguna að þetta fólk væri mjög hrifið af umburðarlyndi og skoðanafrelsi. Eins og ég talaði um í þessari færslu*, en starfsmaður kirkjunnar reyndi að neyta, þá snerist þetta fyrst og fremst um trúboð í skólum og að auka vægi kristilegra gilda. Annars var málflutningur þeirra sem töluðu óskaplega þunnur, talað um djöfla og annað álíka gáfulegt. Baldur Freyr Einarsson var aðal númerið og sagði nákvæmlega ekkert af viti. Sigurbirni Einarssyni var óleikur gerður með því að draga hann á pall.

Ef Þjóðkirkjufólkið sem mætti á Austurvöll skammast sín ekki ekki eitthvað örlítið hef ég áhyggjur af því.

Sumir öfgatrúmenn telja mætinguna "sterka yfirlýsingu" um að hér á landi búi kristin þjóð og landið sé því kristið. Miðað við mætinguna á gay pride er ljóst að þessi kristna þjóð er afskaplega hýr.

Myndir frá Austurvelli

* Matthías Freyr Matthíasson bendir á að hann hafi alls ekki verið að neita því að þessi ganga snerist um trúboð í skólum og að auka vægi kristilegra gilda. Matthías Freyr er sáttur við þann part göngunnar og ánægður með félagsskap kirkjunnar. Matthías er þar að auki ekki sáttur við að vera kallaður starfsmaður kirkjunnar, sem hann er. Mér finnst það skipta máli þegar ég skrifa um málefni Ríkiskirkjunnar.

kristni
Athugasemdir

Guðsteinn Haukur - 11/11/07 21:54 #

Flott mynd Matti, hef ég þitt leyfi til þess að nota hana? Og gaman að fá að hitta þig. ;)

Matti - 11/11/07 21:57 #

Já gjörðu svo vel, þú mátt nota þessa mynd.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 11/11/07 22:13 #

Takk fyrir þetta. Ætli þessi í hermannaúlpunni með hvítu húfuna hafi verið Ragnar Freyr?

Verð nú bara að segja að Guðsteinn Haukur er þræl myndarlegur (svona ef hann les þetta) þó hann sé búinn að henda mér af bloggvinalista sínum.

Annars af myndunum af dæma var þetta frekar fámennt. Semsagt ekkert í líkingu við Gay Pride sem er sönn gleði og kærleiksganga óháð trúarbrögðum.

Amen.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 11/11/07 22:18 #

Svo er það spurningin....Hvað voru margir þarna af hreinni forvitni? Bara svona að kíkja á þetta og taka myndir? Það minnkar eitthvað hóp trúaðra á staðnum væntanlega.

Svo talið um trúboðið! Ekki margir sem vissu um að það ætti að vera svona ofarlega á baugi í göngunni.

Amen

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 11/11/07 22:21 #

Hmmmmmmmmmm datt það til hugar svona af myndunum að dæma. Annars er þetta myndarstrákur! ;-)

Haukur Ísleifsson - 11/11/07 23:33 #

Leifið þeim að þramma. Þetta fólk (þá vísa ég til hardcore mannana) er svo blinnt á eigið rugl að það er sorglegt.

Eva - 12/11/07 18:42 #

Ég vona allavega að þessi ágæta mæting sé ekki til marks um stuðning þátttakenda við málstað morðingjans sem stóð fyrir henni. Þetta byrjaði nefnilega sem "svar" við gay-pride göngunni.

Svei þessu pakki.

Kristín - 13/11/07 08:28 #

Það er alveg hægt að minnka t.d. stærðfræðikennsluna, hver þarf á slíku að halda á tölvuöld? Ef einhver tekur mig alvarlega er það hans vandamál, ekki mitt...

Matthías Freyr Matthíasson - 13/11/07 15:17 #

Sælir aftur.

Ég geri ráð fyrir því að þú sért að ræða um mig þegar þú nefnir starfsmann kirkjunnar, og þá að ég hafi átt að neita einhverju!

Ef þú ert að ræða um mig að þá máttu hafa hlutina á hreinu....í þessari færslu sem þú bendir á að þá ert þú ekki að ræða um trúboð í skólum, eða að benda á það að þessi ganga snúist um það ( og það er væntanlega það sem ég hefði þá átt að neita að væri tilgangurinn með göngunni )

Það sem þú er að ræða um í þessari færslu er að hluti af þeim sem stóðu að þessari göngu, stóðu að augl á gaypride í fyrra og að starfsmenn þjóðkirkjunnar muni tala í göngunni....

Ég bendi þér á það að þjóðkirkjan stóð ekki að auglýsingunni og samþykkti hana ekki og síðan sagði ég að mér fyndist ekkert athugavert að starfsmenn kirkjunnar töluðu þarna.....ég minntist aldrei á eða neitaði aldrei því að gangan snérist um trúboð eða kristniboðsfræðslu....enda kom það aldrei upp....

Hafðu hlutina rétta

Matti - 13/11/07 15:25 #

Hugsanlega var textinn við þessa færslu ónákvæmur en hér hefur allt sem ég hef sagt verið satt og rétt, ég útskýrði mál mitt í athugasemd við hina færsluna.

Kjarni færslu minnar var einfaldur, ég benti á þann félagsskap sem Ríkiskirkjan var þarna í.

Raunin er að Ríkiskirkjan stóð að þessari göngu ásamt hópi trúfélaga. Ríkiskirkjan ber því ábyrgð á því sem þarna fór fram.

Auglýsingar um þessa göngu voru beinlínis blekkjandi þegar ljóst er að tilgangur hennar var að krefjast þessi að kristnifræðikennsla yrði aukin og að "kristin gildi" fái meira vægi í samfélaginu.

Hvaða "kristnu gildu" ætli Baldur Freyr Einarsson hafði haft í huga?

Ertu ekki stoltur af þessum félagsskap? Ég gat ekki séð mikið stolt á svip þeirra Ríkiskirkjumanna sem ég sá í göngunni en sé reyndar á bloggum að sumir þeir öfgafyllstu eru afskaplega ánægðir með þessa samkundu.

Matthias Freyr Matthíasson - 13/11/07 15:52 #

Sælir aftur.

Það er ekki allt verið satt og rétt sem þú hefur sagt.....þú segir að ég hafi neitað því að tilgangur göngunar hafi verið sá að auka kristnifræðslu og að kristin gildi fái meira vægi. Það er ekki rétt....ég neitaði því aldrei því að það kom aldrei upp...þú ræddir það aldrei í þeirri færslu, svo einfalt er það.

Varðandi það hvort að ég sé stoltur af þessum félagskap, að þá er svar mitt já. Ég er stoltur af því að fólk innan ólíkra trúarhópa sjái sér fært á að vinna saman....einnig er ég stoltur að því að fólki er gefið tækifæri, sérstaklega þegar það sýnir það í verki að það sé að reyna að gera betra og bæta fyrir brot sín.

Með þessu er ég þó ekki að segja að brot Baldurs í fortíðinni séu léttvæg...alls ekki. En hann er búinn að taka út sinn dóm og er að reyna að bæta fyrir brot sín. Þó vil ég líka taka það fram að ég þekki hann ekki og það sem um er að vera innan veggjana í ármúlanum...nema bara af afspurn og er er fólkið sem þangað kemur ánægt. Hvaða kristnu gildi hann stendur fyrir veit ég ekki, enda er ekki Baldur sá eini sem stóð að þessari göngu.

Einnig fer ég fram á það að framvegis að ef þú ætlar þér að ræða um mig á þessari síðu þinni að þá geriru það með nafni mínu, ekki það hvort að ég sé starfsmaður kirkjunnar, enda er ég ekki að skrifa hér í nafni þjóðkirkjunnar og ég sé ekki að það komi málinu við hvar ég starfa.

Matti - 13/11/07 16:09 #

Nafni, þú getur ekki farið fram á nokkurn skapaðan hlut. Þakkaðu bara fyrir að fá að tjá þig á þessum vettvangi.

Það er gott að þú ert stoltur af þessum félagsskap. Meira þarf ég ekki að heyra.

Þegar verið er að ræða málefni Ríkiskirkjunnar skiptir það að sjálfsögðu máli að þú vinnur hjá henni.

Ég mætti í bæinn. Þetta var trúarnöttarasamkoma með afskaplega fasískum undirtón. Að henni stóðu aðilar sem eru margir hverjir afskaplega fordómafullir í garð samkynhneigðra svo dæmi sé tekið. Markmið þessara aðila er að Ísland sé trúarofstækisríki.

Það er gott að þú ert stoltur.

Matthías Freyr Matthíasson - 13/11/07 16:17 #

Sæll nafni aftur.

Það sem ég er stoltur yfir er það að ólíkir hópar geti unnið saman....það er það sama og vera sammála öllu sem þeir segja.

Ég er alls ekki sammála þeim varðandi samkynheigða t.d. enda snérist þetta ekki um það.

En ætlaru ekkert að minnast á það að þú hafðir ekki sagt allt satt og rétt hér á þessari síðu í sambandi við þessa umræðu?

Matthías Freyr Matthíasson - 13/11/07 16:20 #

Auðvitað á það að vera þarna " það er ekki það sama og að vera sammála öllu sem þeir segja "

Matti - 13/11/07 16:23 #

Þátttaka Ríkiskirkjunnar í þessari göngu og kröfunnar um aukna kristinfræðikennslu (hvað er hægt að auka, byrja fyrr en í fyrsta bekk?) er ekkert annað en stuðningur við þetta fólk og hugsjónir þeirra.

En ætlaru ekkert að minnast á það að þú hafðir ekki sagt allt satt og rétt hér á þessari síðu í sambandi við þessa umræðu?

Ég læt þetta duga:

Hugsanlega var textinn við þessa færslu ónákvæmur en hér hefur allt sem ég hef sagt verið satt og rétt, ég útskýrði mál mitt í athugasemd við hina færsluna.

Matti - 13/11/07 16:41 #

Jæja, þú færð neðanmálstexta. Það hlýtur að duga.

Mummi - 13/11/07 16:47 #

hvað er hægt að auka, byrja fyrr en í fyrsta bekk?)

Það þarf nú síst að segja þér það, en ríkiskirkjan sækir í leikskólana líka. Þar er bara ekki formleg kennsla.. :-/

Matti - 13/11/07 17:05 #

Æi auðvitað - hvernig í ósköpunum ætlar þetta lið þá að auka kristnifræðikennslu? Ætli Kristín hafi ekki haft rétt fyrir sér, leggjum niður stærðfræðikennslu. Guðfræðileg stærðfræði er líka áhugaverð eins og Einar Sigurbjörnsson hefur sýnt fram á og fékk fyrir aukaverðlaun þegar Ágústínusarverðlaun Vantrúar voru veitt fyrir árið 2006

Það er erfitt að gera grein fyrir sambandi föður og sonar og heilags anda rökfræðilega þar eð 1+1+1 eru 3 (nema við beitum margföldum, en þá fáum við út að 1x1x1 eru 1!).

hallarut - 14/11/07 00:33 #

Góð mynd. Skemmtileg færsla.

Magnús Viðar - 19/11/07 23:40 #

Það er rétt hjá þér . . . þú ert ekki klár í að meta stærð mannfjölda!

Matti - 19/11/07 23:43 #

Úúú, touché.

Það voru ekki þrjúþúsund manns á Austurvelli. Sú tala er fáránlega ýkt.

Torfi Stefánsson - 06/02/08 12:57 #

Takk Matti fyrir þessar upplýsingar. Þetta er fróðleg lesning og forvitnilegt að heyra rök þjóðkirkju manna fyrir því að vera í þessum félagsskap, ekki síst "miðbæjarklerksins". Sérstaklega vegna þessa fasistíska yfirbragðs hópsins.