Örvitinn

Ríkiskirkjan í góðum félagsskap

Í frétt á Vísir.is um bænagönguna sem fram fer næsta laugardag stendur m.a.:

Meðal trúfélaga sem koma að bóninni eru Kristskirkjan, Krossinn, Þjóðkirkjan, söfnuðurinn í Ármúla, Vegurinn og Betanía.

Fyrir utan söfnuðinn í Ármúla sem er glænýr eru öll trúfélögin sem Ríkiskirkjan er þarna í samfloti með á þessum lista yfir aðila sem stóðu að afar umdeildri auglýsingu gegn samkynhneigð á gaypride daginn 2006.

Ég legg áherslu á að opinberir starfsmenn Ríkiskirkjunnar munu flytja ræður og Hr. Sigurbjörn Einarsson sjálfur mun sjá um að ljúka bænastundinni.

Hvað ætli verði sagt um hjónabönd samkynhneigðra?

kristni
Athugasemdir

Matthía Freyr Matthíasson - 08/11/07 11:24 #

Sælir

Ég sé ekki hvaða máli það skiptir í þessu samhengi að þeir sem m.a. standi að þessari bænagöngu hafi átt hlut að máli í þessari mjög svo ósmekklegu auglýsingu.

Þessi bænaganga gengur ekki út á réttindi samkynhneigðra heldur eins og stendur á heimasíðunni

"Markmið göngunnar er að biðja saman í einingu gegn myrkrinu og um leið vekja athygli á því að Jesús Kristur er ljósið sem yfirvinnur myrkrið"

Þú getur haft skoðun á því hvað markmiðið er með göngunni en ekki rugla þessum hlutum saman. Þjóðkirkjan stóð ekki að þessari auglýsngu á sínum tíma og samþykkti ekki........

Hvað er að því að starfsmenn kirkjunnar tali og biðji fyrir friði? Er það slæmt?

Og ég hugsa að það verði ekkert sagt um hjónabönd samkynhneigra .......

Matti - 08/11/07 11:28 #

Það er ekkert "að því" í sjálfu sér, svona er þetta bara. Þetta er raunveruleikinn og ég er að vekja athygli á honum.

Ríkiskirkjan er þarna í góðum félagsskap. Það er allt.

Þetta er liðið ykkar. Á miðjunni og í vörninni eru liðsmenn ríkiskirkjunnar, á köntunum og í sókninni eru forsvarsmenn Betaníu, Krossins, Vegsins og Ármúlasafnaðar en markið stendur autt.

Mér finnst bara skemmtilegt að benda á þessa liðsskipan.

Áður hef ég bent á hvað mér finnst samráðsvettvangur trúfélaga kjánalegt fyrirbæri.

Reynir - 08/11/07 11:53 #

Líkur sækir líkan heim. Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert.

Markið stendur autt :) úbs Eitt - núll

Matti - 09/11/07 22:09 #

Hnakkus bloggar um gönguna.

Hugmyndina að göngunni átti fyrr téður morðingi, Baldur Freyr, en hann kom fram á sjónvarpsstöðinni Omega fyrir nokkru og tjáði trúbræðrum sínum að samkynhneigðir væru ógeð, að Gay pride væri ullabjakk og að það vantaði mótvægi við þessa ógisslegu gleðigöngu samkynhneigðra... #

Hér má lesa um morðið sem Baldur Freyri framdi.

Takið sérstaklega eftir því hvar morðið var framið.

Góður félagsskapur.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 11/11/07 22:33 #

Matti má ég taka afrit af auglýsingunni og listanum yfir þá sem stóðu að henni?

Matti - 11/11/07 22:36 #

Já, gerðu það endilega.

Haukur Ísleifsson - 11/11/07 23:54 #

Var að horfa á þátt af Penn and Teller: Bullsiht þar sem Richard Cohen maðurinn sem vísað er í í Auglýsingunni. Honum var vikið úr American Counseling Association fyrir að brjóta siðferðis stefnu þeirra. Hann sagði líka í þættinum "...healthy man love...."

Haukur Ísleifsson - 11/11/07 23:57 #

Smá mál villa þarna.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 12/11/07 21:55 #

Sæll Matti.

Búin að setja auglýsinguna og listann inn í nýja færslu og enn er allt vitlaust :) Samt gaman að vita hvað margir eru á móti þessu trúarofstæki.