Örvitinn

Mánudagur, hvað ertu að gera?

Ég er að hala niður nýjum lögum frá NIN.

Eldaði pizzur í gærkvöldi. Það er enginn matur jafn vinsæll á mínu heimili og heimagerðar pizzur. Kjúklingapizzan hennar Gyðu var ansi góð.

Kíkti á Players í gær og glápti á Liverpool leikinn. Sá Liverpool skora eitt mesta heppnismark sem ég hef séð, sem var ágætt. Xabi Alonso er kominn aftur, mér finnst hann oft vanmetinn leikmaður. Bestu stundir hans í leiknum í gær snerust um fáránlega einfalda hluti, sem er það sem klassa miðjumenn eiga að gera.

Það er búið að uppfæra blogggáttina, mér sýnist þetta script vera óþarft og fagna því. Aftur á móti tel ég vinsældarlista á forsíðu orka tvímælis. Bendi á moggabloggið til að rökstyðja þá skoðun mína. Ég skellti blogggáttarlista á upphafssíðuna mína, tók rss molana út. Spurning hvort ég missi af mörgum bloggsíðum sem ég skoða reglulega við þá breytingu. Man bara eftir Unni í augnablikinu. Mikkivefur mun líka hverfa af upphafssíðunni.

dagbók
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 03/03/08 10:19 #

Mikið agalega er Trent Reznor orðinn ötull tónlistarmaður, það er bara frábært og vonandi að hann haldi þessum eða svipuðum dampi en ekki plötu á 7 ca. ára fresti.

Kannski að það hafi hjálpað hann hafi hætt að neyta heróín.

Matti - 03/03/08 10:50 #

Hmm. niðurhalið er eitthvað að klikka hjá mér. zip skráin ónýt og ekkert gengur að endurtaka leikinn. Jæja, prófa síðar.

Ég skal trúa því að það geti aukið afköst að hætta heróínneyslu :-)

Óli Gneisti - 03/03/08 11:14 #

Þú ert bara á móti vinsældarlistum af því ég er hærri en þú ;)

Matti - 03/03/08 11:17 #

Nákvæmlega :-(

Ég vil sjá svona lista, ég hefði bara ekki viljað hafa hann á forsíðunni. Æi, kannski er þetta bara rugl í mér.

Er hræddur um að þetta leiði til þess að bloggheimur fari út í rugl, fari bara að blogga um sjálfsfróun og svoleiðis :-) (sú færsla er n.b. tilraun)

Óli Gneisti - 03/03/08 11:23 #

Ég veit ekki. Mér finnst þetta skemmtilegt (enda er ég víst, ásamt þér, oft þarna á topptíu en utan topp3) en það væri nú slæmt ef við enduðum í Moggabloggsfíling.

Einar Örn - 04/03/08 22:31 #

Fyrir vinsældakosningu: 9 færslur á 7 dögum. Eftir vinsældakosningu: 8 færslur á 2 dögum.

Tilviljun? :-)

Matti - 05/03/08 07:57 #

Nei, alls ekki - þetta var tilraun í fyrradag :-)

Það var bara ein færsla í gær, tilrauninni er lokið.