Örvitinn

Framsóknarfyndni

Guðni [Ágústsson] er náttúrlega einn af okkar albestu stjórnmálamönnum... #

Það er reyndar ekki um marga góða stjórnmálamenn að velja þannig að "einn af okkar albestu" er eiginlega það sama og "okkar alversti". Framsóknarhúmorinn er stundum helvíti lúmskur.

Minni á að við erum að tala um þennan Guðna. Hann var ekki að grínast!

pólitík
Athugasemdir

-DJ- - 13/07/08 02:36 #

Þannig er ástandið hjá framsókn, þess vegna hafa menn keppst við að spá þeim dauða.

Það er ekki áhyggjuatriði, flestir eru sáttir við dauða framsóknar. Hitt er áhyggjuatriði, hvar þú stendur. Við sem lesum blogg þitt þykjumst sjá að þú haldir að þú sért hægri maður, en sökum tenginga við mannúðamál sértu að verða vinstri maður? Að lokum skiptir það engu máli, því það er bara eitt sem rekur þig áfram, hinn stóri sannleikur. Er það ekki þannig?

Ef að ritstjóri Morgunblaðsins trúir á guð, þá er hann slæmur, ef ekki, þá er hann góður...

Svo er það stóra bjálkamálið (Bjarnamálið þá). Af hverju þarftu að nota orð eins og "drullusokkur"?

Þú gerir engum gagn með því, ég skil ekki að menn geti ekki haldið aftur af sér þegar þeir sitja við tölvu og rökræða við sjálfa sig.

Málstaðurinn er enn góður, en menn verða að halda sér á jörðu.

Þannig er þetta nú bara.

Matti - 13/07/08 19:04 #

Þetta er hressandi athugasemdum.

Við sem lesum blogg þitt þykjumst sjá að þú haldir að þú sért hægri maður, en sökum tenginga við mannúðamál sértu að verða vinstri maður?

Hvaða máli skiptir það eiginlega? Ég er hvorki hægri, vinstri né mið. Styð engan stjórnmálaflokk og mynda mér ekki skoðanir út frá einhverjum flokkslínum.

Að lokum skiptir það engu máli, því það er bara eitt sem rekur þig áfram, hinn stóri sannleikur. Er það ekki þannig?

Nei.

Ef að ritstjóri Morgunblaðsins trúir á guð, þá er hann slæmur, ef ekki, þá er hann góður...

Nei, þetta er út í hött.

Svo er það stóra bjálkamálið (Bjarnamálið þá). Af hverju þarftu að nota orð eins og "drullusokkur"?

Af því að mér þykir maðurinn vera óheiðarlegur drullusokkur. Mér finnst orðið "drullusokkur" alveg ágætt. Af hverju finnst sumum fólki verra að kalla einhvern drullusokk heldur en að ljúga (eins og Bjarni gerir ítrekað)?

Minni svo á að fólk hefur alltaf þann valkost að lesa ekki þetta ómerkilega blogg ef því finnst það vont eða höfundur þess asni (sem hann er).

Ásgeir - 13/07/08 20:42 #

Við sem lesum blogg þitt þykjumst sjá að þú haldir að þú sért hægri maður, en sökum tenginga við mannúðamál sértu að verða vinstri maður?

S.s. mannúð er ekki neitt fyrir hægrimenn?