Örvitinn

Siðleysi Vantrúaðra

Vantrú fékk skeyti í Fjarðarpóstinum frá Hermanni Þórðarsyni fyrrverandi flugumferðarstjóra. Ætli þetta sé einn þeirra sem hlýddu á prédikun séra Þórhalls?

Hermann Þórðarson: Siðleysi Vantrúaðra

Ætli Hermann hafi sýnt skoðunum okkar skilning fyrir Svarthöfða? Af einhverjum ástæðum efast ég um það. "...á ekkert gott skilið"! Hvað er maðurinn eiginlega að segja?

aðdáendur efahyggja
Athugasemdir

Reynir - 17/07/08 21:05 #

Vantrú stóð nú (því miður) ekki fyrir þessu. En hefðu vantrúaðir fengið annan dóm ef Hermanni hefði þótt þetta sniðugt eða "findið"?

Hermann klikkar á nokkrum grundvallaratriðum kristindómsins, svo sem að dæma ekki náungann og elska óvini sína. En hvað ætli faríseum eins og honum hefði þótt um gagnrýni Krists á samtímann? Ætli hann hefði ekki sakað hann um svívirðilegt virðingarleysi í garð hinna guðlegu yfirvalda?

Ásgeir Magg - 17/07/08 21:19 #

Þú spyrð hvort Hermann sýni ykkar skoðunum skilning,má þá ekki spyrja á móti hvort Vantrúarfólk sýni öðrum skilning á sínum skoðunum.Mér hefur fundist þegar maður hefur lesið umræðu á ykkar vefsvæði vera bara á einn veg það er að ykkar skoðun sé sú rétta,en hvort það séu prestar eða trú fólk skrifi sína skoðun þá eigið þið til að ausa yfir það fólk um að það sé að hafa rangt fyrir sér.Er eki tímabært að þið virðið trú og skoðun fólks þó að þið séuð ekki sammála.

Matti - 17/07/08 21:30 #

Þú spyrð hvort Hermann sýni ykkar skoðunum skilning

Reyndar ekki. Það er ljóst að Hermann gerir það ekki núna en ég velti því fyrir mér hvort hann hafi einhverntímann gert það. Mér þykir það ósennilegt.

,en hvort það séu prestar eða trú fólk skrifi sína skoðun þá eigið þið til að ausa yfir það fólk um að það sé að hafa rangt fyrir sér

Gætir þú nefnd dæmi? Ég skal glaður játa þá skelfilegu áráttu okkar vantrúarseggja að ásaka fólk um að það hafi rangt fyrir sér þegar við teljum það hafa rangt fyrir sér.

Er eki tímabært að þið virðið trú og skoðun fólks þó að þið séuð ekki sammála.

Hvernig gerum við það?

Daníel - 18/07/08 09:57 #

Það er mjög hættulegt að virða trú og skoðanir fólks og slíkt ætti alls ekki að gera sé maður sannfærður um að þær skoðanir og trú séu röng og jafnvel stórhættuleg. Hins vegar er sjálfssagt að virða fólk og rétt þess til að hafa vitlausar, rangar og jafnvel hættulegar skoðanir.

Matti - 18/07/08 17:29 #

Já, þetta virðingarhjal er oft frekar merkingarlaust.

Er Ásgeir Magg hér fyrir ofan ekki í raun að biðja okkur um að hætta að gagnrýna "trú og skoðun fólks"?