Örvitinn

Dagurinn

Við ákváðum að skella okkur í miðbæinn í dag. Fengum okkur hádegisverð á Sægreifanum eins og þegar hefur komið fram.

Eftir matinn röltum við út á bryggju. Þar er þessi bátur á þurru landi.

Bátur og himinn

Við röltum áfram, skoðuðum hvalskipin og sáum svo áhugaverða snekkju.

Veðrið var hrikalega gott og stelpurnar kvörtuðu undan því að hafa ekki sólgleraugu. Kolla fékk mín lánuð í smá stund og ég tók mynd. Þetta er eina myndin af mér frá því í dag. Nei, ég lýg því. Þetta er eina myndin af mér frá því í dag sem endar á netinu.

Kolla með sólgleraugun mín

Við leituðum að sólgleraugum handa þeim en fundum ekkert í 10-11, Eymundsson og Iðu. Kíktum aðeins á tímaritin í Eymundsson.

Röltum síðan á Austurvöll og slökuðum á í sólinni. Sáum skilti en nenntum ekki að standa upp þannig að við fengum Ingu Maríu til að lesa á það og komumst að því að nú er hægt að komast á netið á Austurvelli. Kannski ekki alveg málið fyrir fartölvufólkið en iPhone gengið hlýtur að fagna þessu.

Næst fékk Inga María sólgleraugun lánuð í eina myndatöku.

Inga María á Austurvelli

Í kvöld eldaði ég svínahnakka sem ég buffaði og marineraði* í gærkvöldi. Nýjar íslenskar kartöflur voru meðlæti annað kvöldið í röð. Annað þarf ekki.

02:00
Uppfært: Mikið get ég stundum verið tómur. Ég steingleymdi aðal atriðinu! Við fengum okkur ís í bænum og vorum rétt sest niður til að njóta hans þegar Áróra Ósk hringdi. Hún var nýkomin heim og hafði fundið mikla hitaveitulykt þegar hún kom inn. Þegar hún opnaði ruslaskrápinn á miðhæðinni kom gufa á móti henni. Hún hringdi í okkur, við leiðbeindum henni svo hún gæti skrúfað fyrir heita vatnið meðan við brunuðum heim í eftirmiðdagsumferðinni. Sem betur fer hafði ekkert lekið. Málið er að kraninn á báðinu á efstu hæð var "opinn" og heitt vatn streymdi í vaskinn í fjóra-fimm tíma. Þetta gerði það að verkum að gufa myndaðist við blöndunartæki í eldhúsinu. Af hverju veit ég ekki. Skil heldur ekki hvernig á því stendur að skrúfað var frá heita vatninu uppi - veit ekki betur en að ég hafi verið síðast þar á ferðinni að bursta tennur - með köldu vatni.

* Úr grillblaði Gestgjafans með smá viðbót: mangó mauk, hnetusmjör, hvítvínsedik, engifer, sítrónusafi, kóríander (frosnir molar) og viðbótin - hvítlaukur

dagbók