Örvitinn

Kreppublogg

Greipur Ásmundarson
Greipur frændi spáir
ekkert í kreppu
Ég kann ekkert rosalega vel við öll þessi kreppublogg en nokkrir bloggarar hafa þó staðið sig vel og bætt einhverju við umræðuna. Ég skrifa sem minnst því ég held ég hafi ekki margt að segja sem aðrir hafa ekki þegar sagt. Svo er ég einfaldlega ekki viss um hvað ég á að segja, það er svo óskaplega margt sem ég skil ekki. Get þó sagt að ég hef ekki verið aðdáandi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins síðan ég las þessa bók. Það er þó hugsanlegt að við fengjum ekki sömu meðferð og aðrar þjóðir hafa fengið hingað til.

Baldur er búinn að gefast upp Mér þykir það leiðinlegt, hef lesið bloggið hans reglulega. Hann bætir einhverju við umræðuna.

Ef Gvuð myndi skyndilega birtast fyrir framan mig (og fleiri svo ég hefði vitni) og framkvæma eitthvað þokkalega sannfærandi kraftaverk myndi ég sennilega byrja að trúa á hann. Þegar óheft frjálshyggja hrynur allt í kringum okkur finnst mér stórkostlegt að fylgjast með helstu talsmönnum frjálshyggjunnar kenna öllu öðru um ástandið.

Ég hef vissulega nokkrar áhyggjur um þessar mundir, allir hafa áhyggjur. Ég þekki fólk sem er að missa vinnuna og held að ástandið eigi eftir að versna áður en það batnar. Vona að eitthvað verði gert til að halda atvinnulífinu gangandi, lítil fyrirtæki þurfa aðgang að lánsfé til að halda rekstri gangandi. Ég er nokkuð viss um að fyrir allan fjárhagsskaða hefur framlegð hrunið í íslenskum fyrirtækjum síðustu viku, það er einfaldlega erfitt að einbeita sér að vinnu þegar allt virðist vera að fara til helvítis.

Við höfum það gott. Töpuðum peningum sem við höfðum sett í hlutabréf en eigum dálítinn sparnað á bankareikningum. Færðum helminginn á verðtryggðan reikning í vikunni. Skuldum tiltölulega lítið af húsinu og ekkert af bílunum. Skuldum ekkert í erlendri mynt. Við erum eitt af þessu skrítna fólki sem hefur ekki lifað um efni fram, höfum lagt pening til hliðar og safnað fyrir því sem við höfum keypt. Það hlakkar samt ekkert í mér að sjá fólk lenda í vandræðum vegna þess að það hefur spennt bogann of hátt. Það gerði enginn ráð fyrir þessu, jafnvel þó einhverjir hafa varað við því að illa gæti farið held ég að þeir hafi ekki átt von á þessum rosalega skell.

Ég fór í innibolta í dag. Tognaði í vinstri kálfa þegar korter var eftir. Kláraði samt tímann. Þarf að gera eitthvað í mínum málum áður en það er of seint.

afmælisstelpanElduðum enchilada í kvöld, drukkum hvítvín með. Mikið var það gott. Ákváðum að bjóða upp á enchilada eftir viku þegar húsið fyllist af trúleysingjum. Þá verður fjör.

Móðir mín átti afmæli á föstudag, við kíktum að sjálfsögðu í kvöldkaffi (sem reyndar varð kvöldmatur). Sama dag giftu Jón Magnús og Milena sig úti í Hollandi.

Lárus Páll Birgisson er ennþá óheiðarlegur fábjáni. Ef einhver vill rök bendi ég á þessa umræðu á vantrúarspjallinu þar sem hann sakar mig um lygar. Óskaplega aumkunvert hjá greyið manninum.

dagbók