Örvitinn

Útrýmingarbúðir Framsóknar

Svona leit þessi frétt út fyrstu mínúturnar á mbl.

Bjarni Harðarson

Hvað er málið með myndina, Morgunblaðið hlýtur að eiga betri mynd af Bjarna í safni sínu.

Ég fagna afsögn Bjarna gríðarlega. Nú þurfa aðrir þingmenn sama flokks að fylgja fordæmi hans.

fjölmiðlar pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 11/11/08 10:45 #

Þeir eru líka búnir að skipta út myndinni núna, þessi er líka hræðileg.

Erna Magnúsdóttir - 11/11/08 10:47 #

Þetta er náttúrulega bara djók. Láta peðin segja af sér til þess að sljákka blóðþorsta þjóðarinnar.

Og kenna svo bara Gordon Brown um rest... Stórkostlegt alveg...

Matti - 11/11/08 10:52 #

Auðvitað eiga fleiri en Bjarni að segja af sér.

Það breytir því ekki að á þessum tímum þar sem þjóð er í djúpum skít þurfa stjórnmálamenn þessa lands að vera heiðarlegir, jafnvel stjórnmálamenn með fortíð.

Ef þeir geta ekki haldið að sér höndum á þessum síðustu og verstu tímum - hvernig eru þeir þá í góðærinu? (tja, ég þarf varla að endurtaka þetta)

Mummi - 11/11/08 11:40 #

Þetta er samt svo frábært. Hann segir af sér vegna þess að það komst upp um hann. Ekki vegna hnífsstungutilraunarinnar - nei, hún er "ásættanleg". En að vera gripinn - sjitt!

En hann sagði þó af sér og er maður að meiri fyrir vikið. Sumir fyrrverandi samstarfsmenn hans (án þess að þurfa að nefna nöfn) spóla endalaust í eigin skítahrúgu og halda að allt sé bara æði.