Örvitinn

Aular vikunnar

Ég og Gurrí aðstoðarritstjóri vikunnar njótum þess heiðurs að vera aular vikunnar á hinu stórmagnaða veftímariti Blekpennar.com. Titilinn hljótum við vegna þulukrossmálsins ógurlega.

Sú sem tilnefnir okkur er mannvitsbrekkan Helga Guðrún Eiríksdóttir en hún hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vera útskúfuð af Moggabloggi. Það segir sitt um fólk þegar það þykir ekki húsum hæft á þeim bæ.

Helga Guðrún notar ljósmynd af mér sem ég tók sjálfur og sendi DV á sínum tíma. Ég er afar þakklátur Helgu Guðrúnu þar sem ég get sent henni reikning fyrir notkun myndarinnar. Allt slíkt hjálpar á krepputímum.

aðdáendur vísanir
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 28/11/08 13:49 #

Var aðeins að fletta í gegnum þetta merkilega veftímarit. Þvílíkt og eins samansafn af óforskömmuðum rasistum og blábjánum hef ég sjaldan séð á einum stað. Maður er forviða.

Matti - 28/11/08 14:00 #

Já, það er nokkurn vegin sama tilfinning og ég fékk við skoðun síðunnar.

Eiríkur Örn Norðdahl - 28/11/08 14:26 #

Megi leggja dóm á menn eftir því hverjir óvinir þeirra eru, hlýtur þú að vera fyrirtaks manneskja. Hreinasta gull!

Arnold Björnsson - 28/11/08 18:25 #

Ný fallin dómur gegn blaðamanni Séð og Heyrt er ágætt fordæmi. Þar var mynd teikin af netinu og notuð í heimildarleysi. Séð og heyrt/blaðamaðurinn þurfti að borga 180 þús + annan kostnað. Ekki spurning að láta Helgu Guðrúnu borga. Algjörlega óðolandi að fólk umgangist myndir með þessum hætti. Þetta þarf að stoppa.

Auður Jörundsdóttir - 28/11/08 20:59 #

Vei! Það er næstum jafn gaman að skoða blekpennar.is og Baggalútssíðuna.

Walter - 28/11/08 21:02 #

Vá scary að það sé virkilega til svona hugsunarháttur hjá fólki eins og á þessari blekpenna.com síðu.

Hafið þið kíkkað á Þjóðernishyggja' tabbinn hjá þeim!? (Varúð ekki fyrir viðkvæma).

Teitur Atlason - 28/11/08 21:31 #

matti. Ekki gefast upp á myndamálinu. Þú skalt rukka fyrir þetta og þú skalt sækja það stíft að fá þetta greitt.

Það er enginn ástæða til þess að gefa eftir svona hyski sem heldur úti þessari ógeðslegu síðu.

Einar Örn - 28/11/08 22:44 #

Vá! Er í alvöru til síða þar sem fólk sem er bannað á Moggablogginu fer?

Sindri Guðjónsson - 29/11/08 01:13 #

Þú ert nú meiri kallinn að auglýsa þessa blekpenna. Ég fór þarna og festist í tuttugu mínútur. Af hverju hefur maður gaman af því að lesa svona sýru? Ég var bara í ÞJóðernishyggjutabbinu, gáttaður á hverri færslunni á fætur annarri. Fannst fyndið að sjá Johnny Rebel reyna að neita því að Haider hafi verið hommi, og ýmislegt fleira grátbroslegt. Sem betur fer eru ekki margir í þessum pakka.

Matti - 29/11/08 19:06 #

Nei, ég geng frá því á mánudag. En fyrst þarf ég að finna upplýsingar um Helgu Guðrúnu. Mér sýnist reyndar að hún búi í Bretlandi sem flækir málið dálítið. Þá er spurning hvort ég sendi reikninginn á eiganda lénsins.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/11/08 20:40 #

Vá, í flokknum "Þjóðernishyggja" er minningargrein um Jörg Haider!

Matti - 29/11/08 21:02 #

Eru þau ekki bara sérstakir aðdáendur samkynhneigðra stjórnmálamanna? :-P

Gurrí - 30/11/08 01:49 #

Helga Guðrún er, held ég, stofnandi lénsins. Ég las stundum Moggabloggið hennar og hafði gaman af þótt ég væri henni ósammála um sumt. Hef ekki fylgst með nýja svæðinu hennar.

Fyrrverandi ljósmyndari Birtíngs tók myndina af mér og hann mun eflaust rukka fyrir hana, enda á hann höfundarréttinn. Get ekki ímyndað mér hvar HG fann þessa mynd.

Þetta var pirringsfærsla hjá mér um daginn, ég er þreytt á því hvernig látið er út í trúlausa, algjörlega óháð því hvað ég trúi á. Yfirgangur sumra sem telja sig betri en annað fólk er svo mikill. Mér finnst málflutningur Vantrúar málefnalegur á meðan skítkast hinna "rétttrúandi" (a.m.k.á blogginu) skemmir bara málstað þeirra. Þekki frábært kristið fólk og alveg jafnfrábært fólk sem er trúlaust, veit ekki einu sinni hver trúarsannfæring margra vina minna er og finnst það ekki skipta máli.

Ég hef hrósað kaþólsku kirkjunni á bloggsíðu minni en fólk innan hennar reyndist ættingja mínum mjög vel. Ekki komu Vantrúarmenn og skömmuðu mig að hafa þá skoðun. Segir ansi mikið. Annars á maður ekki að taka alvarlega bull í rugludöllum á Netinu, ekki er t.d. mikið-trúaða vinkona mín brjáluð út í mig fyrir færsluna mína. Ítreka bara vilja minn um hlutleysi í trúmálum hjá opinberum starfsmönnum.

Kalli - 30/11/08 16:43 #

Það virðast einhver fyrirtæki auglýsa á þessu Blekpennaapparati. Það finnst mér hreint magnað.

Matti - 30/11/08 19:05 #

Þessi umræða á blekpennar.com skánar ekkert.