Örvitinn

Þulukrossinn, DV og Bítið

Ég hef lúmskt gaman að íslenskum fjölmiðlum eftir að hafa átt nokkuð regluleg samskipti við þá síðustu tvö ár.

Fjölmiðlar á Íslandi segja helst ekki fréttir af því sem er að gerast heldur útvarpa þeir skoðunum fólks á því sem er að gera. Í stað þess að segja að eitthvað sé einhvernvegin segja þeir að einhver segi að eitthvað sé einhvernvegin.

Ég í DV í dagÞannig er fréttin af þulukrossinum í DV í dag. Blaðamaður DV hringdi í mig í fyrradag og leitaði viðbragða, ég sagði honum að ég væri ekkert að stressa mig á þessu og svo ræddum við málið aðeins í kjölfarið.

Það næsta sem ég frétti af málinu er að Gurrí bloggar um viðbrögð við umfjöllun DV á Bylgjunni í morgun. Þegar ég sá skrifin hjá Gurrí fór ég að stressa mig yfir því að DV hefði tekið mig í afturendann eins og Fréttablaðið á sínum tíma og Viðskiptablaðið þar á undan.

Ég skaust út í frægustu bensínstöð landsins og keypti DV, komst að því að umfjöllun þeirra er fín. Ekki er einungis rétt eftir mér haft heldur líka vitnað í orð mín um að ég væri ekkert að stressa mig á þessu. Sumir blaðamenn hefðu sleppt því til að gera úr mér meiri öfgamann en ég er. Þið getið lesið greinina með því að smella á myndina hægra megin. Það eina sem ég geri athugasemd við er að á forsíðu stendur í undirfyrirsögn: "Formaður Vantrúar óhress", fyrirsögnin er "Þula með trúartákn". Ég er ekkert svo óhress :-)

Kolla og Heimir á Bylgjunni koma mér því dálítið á óvart og mér finnst viðbrögð þeirra ekki í neinum takti við greinina sem þau fjalla um. Í bítið er fínn þáttur en það er samt svo merkilegt að yfirleitt þegar eitthvað er sagt um trúarbrögð í fjölmiðlum byrja þau á því að tuða yfir umræðunni - mér finnst satt að segja dálítið furðulegt að stjórnendur umræðuþáttar séu svona óskaplega viðkvæm fyrir umræðu.

Gurrí kom með ágæta athugasemd við bloggfærslu sína:

Áttaði mig þó á því, þar sem ég var ósammála þeim [Kollu og Heimi] í morgun, að þau (og fl. fjölmiðlafólk) eru í afar sterkri stöðu, skoðanamyndandi, og geta auðveldlega vakið hneykslun fólks á "forræðishyggju" þeirra vantrúuðu ... ef þau kærðu sig um. #

Hlustendur hringdu svo í þáttinn og viti menn, "vinur" minn lét heyra í sér. Nú kvartaði hann fyrst og fremst yfir því hvað ég væri leiðinlegur! Alltaf hressandi að fá stuðningsyfirlýsingar frá nafnlausum aðdáendum Hér er upptakan frá því í morgun, fyrst spjall Kollu og Heimis, svo hringir aðdáandi minn og að lokum hringir kona sem tekur undir með mér.

Þórður bloggar um leiðtogann.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Már - 26/11/08 16:25 #

ah... ég mislasþetta sem "þulukossinn" og hélt að þarna hefðuð þið Metthildur eitthvað verið að skandala... :-)

Valdimar - 27/11/08 01:33 #

Ánægjulegt að DV skyldi ekki ákveða að mála þig sem einhvern öfgamann, eins og manni finnst margir gjarnir á að gera - eins og Heimir, sem setur samasem-merki á milli þess að opinberir starfsmenn beri ekki trúartákn og að samfélagið sé litlaust og leiðinlegt.

En þetta er náttúrulega ekkert stórmál held ég, flestir sem ég hef hitt líta ekki á kross eða þríkross sem trúarlegan ferkar en bara eitthvað skrautform. Kannski eru margir minntir á það í undirmeðvitundinni að ríkiskirkjan sé í nokkuð vænni stöðu hjá þjóðarsálinni með því að sjá fólk í sjónvarpinu með krossa um hálsinn. En kannski ekki.

Hei, biðjum þulana bara að vera með öfugsnúinn kross, sem er trúartákn satanista, ekki satt? Það fer varla nokkur að gera eitthvað veður út af því ef þetta er svona lítið mál.

Matti - 27/11/08 08:10 #

Það er spurning hvort ég sendi þulunni ekki eitthvað gott Vantrúarskart í jólagjöf.

Sindri Guðjónsson - 27/11/08 18:27 #

"Fjölmiðlar á Íslandi segja helst ekki fréttir af því sem er að gerast heldur útvarpa þeir skoðunum fólks á því sem er að gera. Í stað þess að segja að eitthvað sé einhvernvegin segja þeir að einhver segi að eitthvað sé einhvernvegin."

Hehe, nákvæmlega: "Guðmundur, lektor í hagfræði í H.Í, telur að við ættum að taka upp evru" Einhvernveginn svona er týpísk íslensk "frétt".

Páll Ásgeir - 01/12/08 10:37 #

Hin "nafnlausa mannvitsbrekka" heitir Helga Guðrún Eiríksdóttir. Hún starfaði nokkuð við dagskrárgerð og blaðamennsku á Íslandi áður en hún flutti til Bretlands. Johnny Rebel sem fer mikinn í athugasemdakerfi hennar er Hrafnkell Daníelsson sem lengi stóð fyrir alvaran.com og átti fleiri dulnefni á netinu en flestir aðrir. Hrafnkell er búsettur erlendis eins og Helga, nánar tiltekið í Danmörku.

Óli Gneisti - 01/12/08 11:12 #

Þetta eru nú aumir þjóðernissinnar, allir í útlöndum.

Matti - 01/12/08 13:34 #

Ég man eftir Hrafnkeli en Helgu Guðrúnu kannast ég ekkert við. Mér finnst magnað að hún hafi starfað við blaðamennsku.

Góður punktur Óli, eru þau ekki útlendingar þar sem þau eru stödd? Kalla svo Gurrí "útlendingasleikju" :-) Snillingar.

Mummi - 01/12/08 23:01 #

Það er amk gott fyrir heimafólkið þar að vita að þau munu aldrei taka sjúkrarúm frá því. Sé það alveg fyrir mér: "Jú, ég er fárveik, en.. darling, værirðu til í að athuga og vera aaaalveg viss um að enginn innlendingur þurfi sjúkrarúmið, ég er nefnilega útlendingur og ég tek sko ekki sjúkrarúm frá innlendingum".

Og húsnæðið. Maður lifandi. Þau hljóta að búa í pappakassa (í mesta lagi), því eins og alþjóð veit er óþolandi að útlendingar noti húsnæði þegar til eru innlendingar sem eiga ekki þak yfir höfuðið.

lol.

ps: ég er að sjálfsögðu að vísa í hreint ótrúlegt comment sem þú vísaðir í hérna.

Matti - 04/12/08 17:30 #

  • Að hafa trú eða ekki trú, það er spurning

    Vantrú þolir ekki að annað fólk trúi á Guð eða eitthvað annað en þeir og grípa þess vegna til annarlegra aðgerða eins og að klaga sjónvarpsmann rúv fyrir að bera kross sem skart. Hvað vakir fyrir þeim með þessum ómerkilegu aðgerðum?

  • Vantrú gerir nær trúlaust fólk að prestum

    En það er ekki málið. Vantrú er málið, þetta er mjög dapur félagsskapur að mínu mati. Nú síðast þegar formaður félagsinns réðst á sjónvarpsþulu af því hún var með kross á sér.

Athugasemd mín bíður birtingar á seinni síðunni.

Jack Hrafnkell Daníelsson - 04/12/08 22:37 #

Páll Ásgeir - 01/12/08 10:37 #
Hin "nafnlausa mannvitsbrekka" heitir Helga Guðrún Eiríksdóttir. Hún starfaði nokkuð við dagskrárgerð og blaðamennsku á Íslandi áður en hún flutti til Bretlands. Johnny Rebel sem fer mikinn í athugasemdakerfi hennar er Hrafnkell Daníelsson sem lengi stóð fyrir alvaran.com og átti fleiri dulnefni á netinu en flestir aðrir. Hrafnkell er búsettur erlendis eins og Helga, nánar tiltekið í Danmörku.

Páll, hvernig færð þú það út? Hér er um hreinar og klárar dylgjur að ræða og þú ættir að vita betur. Vísa í þessa færslu mína hérna þér til uppljóstrunar. http://blekpennar.com/?p=1290

marco - 05/12/08 00:03 #

Vá, hvað þú ert Anal!!

Matti - 05/12/08 00:04 #

Uh, já. Takk.

Matti - 08/12/08 09:56 #

Guðsteinn Haukur gerir sér upp heimsku í athugasemdum við bloggfærslu.