Örvitinn

Á Bylgjunni

Var á Bylgjunni að ræða um bíómynd, skelli upptöku á netið síðar í dag með athugasemdum.

Átti von á flestu en ekki því að Gunnar í Krossinum gerðist talsmaður hófsamra trúarbragða og gagnrýnandi öfgatrúar.

Mér þótti umræðan fara út um allt of víðan völl og því miður gat ég ekki hrakið bull Gunnars um guðspjallamennina og guðspjöllin (þeir skrifuðu þau ekki).

dagbók
Athugasemdir

walter - 01/12/08 16:42 #

Gott viðtal, heyrði það í morgun. Alveg merkilegt hvað þú þarft oft að árétta það að þetta kross skraut á fólki pirri þig ekkert.

það hlýtur að vera þreytandi að vera alltaf lagt orð í munn að ósekju. Þú ert ansi þolinmóður þykir mér. Þetta myndi æra óstöðugan.

Matti - 01/12/08 22:16 #

Æi, ég kippi mér ekkert rosalega upp við þetta. Ekki ef ég fæ tækifæri til að svara og leiðrétta þennan misskilning. En jú, þetta er þreytandi.

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 10:32 #

Ég er ekki búinn að heyra viðtalið. En mínimum facts varðandi Guðspjöllin:

Það stendur náttúrulega ekkert um það hverjir séu höfundar guðspjallanna í guðspjöllunum sjálfum. Það kannaðist engin við að höfundar þeirra væru Matteus, Markús, Lúkas, og Jóhannes svo vitað sé, fyrr en árið 180, þegar Ireníus kirkjufaðir frá Lyon nefnir þá sem höfunda þeirra. Snemma á sömu öld höfðu guðspjöllin fyrst mögulega verið nefnd í skrifum kirkjufeðra, nánar tiltekið hjá Justin Martyr, og þá kölluð "endurminningar postulanna" (samt voru Lúkas og Markús ekki postular). Þar af leiðandi er ekki einu sinni víst að Martyr sé að tala um guðspjöllin "okkar" (Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes), en eins og menn vita voru skrifuð mörg mismunandi guðspjöll á árunum sem "guðspjöllin fjögur" voru skrifuð. Kirkjufeður frá 2.öld segja berum orðum að betra sé að treysta á munnlegar sögur af Jesúsi, en skrifuðum guðspjöllum, þannig að ef þeir þekktu til guðspjallanna, var álit þeirra á þeim ekki ýkja mikið.