Örvitinn

Gáfuleg athugasemd frá Henrý Þór

Ég get ekki tekið Matthías Ásgeirsson alvarlega. Hökti alltaf af flissi þegar ég hugsa til þess að nafnið hans þýðir „gjöf frá guði.“ Flisss.. #

Hvað get ég sagt? Myndi Henrý Þór taka mig alvarlega ef ég skipti um nafn?

Annars sé ég athugasemdir í þessum dúr af og til frá tröllheimskum trúarnötturum misskörpum trúmönnum. Get ekki annað en dæst. Þetta er svo tilgangslaust og fíflalegt.

Nafnið hef ég frá afa á Sigló. Held að hann hafi verið vita trúlaus.

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 04/01/09 20:57 #

Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé ásatrúarmaður en ekki kristinn, annað væri bara kjánalegt enda heitir maðurinn Þór.

Kristinn - 04/01/09 20:59 #

Ég á við sama vandamál að stríða :)

Það stoðar þó lítið að kalla fólk. sem verður það á að hlæja að nafninu. að kalla það "tröllheimskt".

Stilltu þig gæðingur. Þú þarft að vera okkur hinum fyrirmynd, gamli!

mbk,

Matti - 04/01/09 20:59 #

Auk þess stjórnar hann heimili sínu með harðri hendi, enda þýðir "Henrý" húsráðandi!

Kristinn - 04/01/09 21:00 #

ups!

"að kalla það" var þarna ofaukið.

sorry.

Matti - 04/01/09 21:01 #

Það er rétt Kristinn, ég verð að gæta orða minna :-)

Hér var ég þó ekki að segja að Henrý Þór væri tröllheimskur trúarnöttari heldur að benda á að hingað til hafi ég séð álíka athugasemdir frá slíku fólki.

Henrý Þór - 05/01/09 00:36 #

Biðst forláts, ætlaði mér ekki að valda neinum hugarangri, eða stofna til trúarstríðs. Enda tala ég ekki fyrir hönd neins söfnuðar eða trúfélags.

Tek því sem hrósi að vera uppnefndur tröllheimskur eða misskarpur af manni sem bloggar undir yfirskriftinni örvitinn. Og nei, ég er ekki að fara fram á að þú skiptir um nafn eða lén ;-)

Matti - 05/01/09 00:38 #

tek því sem hrósi að vera uppnefndur...

Lestu síðustu athugasemd mína.

Henrý Þór - 05/01/09 00:42 #

Fokk! Þar tók ég til mín gullhamra sem ekki voru ætlaðir mér!

Awkward!

Matti - 05/01/09 00:46 #

Já mér þykir þetta frekar vandræðalegt fyrir þig. Bæði athugasemdin hjá Stefáni og þessar hér.

Matti - 05/01/09 00:58 #

Aftur á móti þykir mér ekkert vandræðalegt fyrir mig að heita Matthías.

Henrý Þór - 05/01/09 02:25 #

Matti: Síður en svo. Son minn skírði ég Matthías. Hann er meira að segja ættaður frá Siglufirði.

Eggert - 05/01/09 19:21 #

Bendi á að Matthías er ein af þeim guðs gjöfum sem er best mæld. Engin efast heldur um tilvist Matthíasar.

Matti - 06/01/09 00:21 #

Það er illa gert að vekja sérstaka athygli á mælingum á þessum tímapunkti ;-)