Örvitinn

Meira um gagnsemi bænar

Some passengers screamed, others tucked their heads between their knees, and several prayed over and over: "Lord, forgive me for my sins." But a man named Josh who was sitting in the exit row did exactly what everyone is supposed to do but few ever do: he pulled out the safety card and read the instructions on how to open the exit door. #

Hvort ætli hafi gert meira gagn, bænirnar eða Josh? Bænirnar hafa kannski róað trúaða fólkið þannig að hinir fengu næði til að redda málunum.

(via reddit)

kristni
Athugasemdir

GH - 18/01/09 14:33 #

Bænir eru ákveðin sjálfsefjun að mínu mati og gera ekkert "gagn", geta reyndar komið fólki í spennandi hugarástand þar sem það fer jafnvel að tala tungum, sérstaklega þegar margir eru saman og æsa hvern annan upp í ruglinu. Ætli það sé ekki það sem gerir þetta svona vanabindandi hjá þeim æstustu. Svo halda þeir trúuðu reyndar að þeir séu betri en annað fólk. Fyrir mörgum árum var ég göbbuð á samkomu hjá sértrúarsöfnuði og sannfærðist endanlega um þetta. Finnst fáránlegra með hverju árinu að fólk geti trúað þessu bulli, meira að segja hið "skynsamasta" fólk, og að trúarbrögðum skuli vera gert svona hátt undir höfði. Meira að segja saklausu börnin okkar fá ekki frið fyrir trúboði í leikskólum og skólum.

Matti - 18/01/09 14:36 #

Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var viðtal við farþega úr flugvélinni sem talaði um bænir og kraftaverk en minntist ekki einu orði á hæfni flugstjórans eða þjálfun áhafnar í að tæma vélina.

Matti - 18/01/09 14:55 #

Ég lýg þessu, farþeginn talaði ekkert um bænir. Hann lagði aftur á móti mikla áherslu á að um kraftaverk hefði verið að ræða og ekki væri hægt að skýra þetta með rökrænum hætti.

Sævar Helgi - 18/01/09 17:18 #

Þetta er svo mikil lítilsvirðing við hæfileika flugmannanna að þakka einhverjum gvuði fyrir. Sama þegar læknar bjarga lífi fólks, en fólk segir "Gvuði sé lof".