Örvitinn

Ráðgjafar Guðlaugs

Bloggfærsla Steinunnar er skyldulesning.

Tengsl Guðlaugs Þórs við ráðgjafafyrirtækin

Ef að ekkert er óeðlilegt við þessar fjárfestingar Guðlaugs á fjármunum skattgreiðenda, af hverju ætti hann að taka því sem svo að Ögmundur sé að reyna að koma á hann höggi? Er ekki eðlilegt að upplýsa skattgreiðendur um það í hvað er gert við skattpeningana þeirra?

Og hverjir eiga ráðgjafafyrirtækin sem hér er um að ræða. Í hvaða stjórnum viðkomandi sátu og með hvaða fyrrverandi heilbrigðisráðherra til dæmis - ekki að það sé neitt óeðlilegt við það!

pólitík vísanir
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 24/02/09 14:27 #

Þarna er gert grein fyrir þorranum af þessum 24 milljónum sem vísað er til og jú það eru dálítið stíf "tengsl" þarna á milli. Ég ætla ekki að fara að verja þetta "val" hans en auðvitað ef vel og málefnalega væri staðið að hverju vali fyrir sig þá er þetta ... nei fjandinn ég get ekki einu sinni selt sjálfum mér þetta bull! Það að verja sig með að það sé verið að koma höggi á sig er einfaldlega verið að reyna að villa um fyrir fólki þar sem engin betri skýring er á þessu heldur en klíkuskapur.

Nafnlaus gunga - 24/02/09 23:56 #

Er þetta i raun og veru mikið? Halda menn að ráðherrar vinni alla vinnu í sínum ráðuneytum sjálfir?

ég veit ekki, ég get bara ekki séð hneysklið hérna, er líklega ekki nógu VG.

Matti - 25/02/09 00:00 #

Hvað kemur VG málinu við?

Hvað þarf þetta að vera mikið?

Það er nákvæmlega þetta viðhorf sem er að fara með þessa þjóð til andskotans. Smá spilling er í lagi, það eru allir að gera þetta, er þetta nú nokkuð til að gera veður út af.

Já, þetta er í raun og veru mikið. Guðlaugur Þór var að hygla vinum sínum og kunningjum með því að láta þá fá verkefni.

Nafnlaus gunga - 25/02/09 08:42 #

Ég held einmitt að þetta sé eðlilegt, ekki spilling. Hvernig væri að taka ráðherrana sem eru í stjórn núna og athuga hvort að þeir eru að nota ráðgjafa? Ég vona það, ég treysti menntuðum ráðgjöfum, sem eiga auðvitað að hafa sérfræðiþekkingu, betur til að leysa mál heldur en stjórnmálamönnum, sem auðvitað geta ekki vitað allt um all(en vita auðvitað eiginlega ekki neitt um neitt). En, auðvitað er skemmtilegra og áhugaverðara að búa til hneyksli...

Ég hef mjög góðar heimildir fyrir því að þetta sé alls ekki einsdæmi, og að ef að aðrir ráðherrar séu skoðaðir að þá séð það síður betra.

Ég vil taka það fram að ég er ekki sjalli.

Matti - 25/02/09 08:55 #

Ég hef mjög góðar heimildir fyrir því að þetta sé alls ekki einsdæmi, og að ef að aðrir ráðherrar séu skoðaðir að þá séð það síður betra.

Þá skulum við fá það allt upp á borðið.

Allir þeir ráðgjafar sem taldir eru upp í bloggfærslu Steinunnar, sem fengu samtals tuttugu milljónir í ráðgjafalaun, tengjast Guðlaugi Þór.

Þarf ég að taka það fram að ég er ekki í VG?

Nafnlaus gunga - 25/02/09 11:03 #

Ég hef ekki haldið því fram að þú sért í VG, bara að þetta virðist vera komið undan þeim, og þeirra speki.

Ég bíð spenntur eftir því að fá að vita hversu miklu núverandi ríkisstjórn er að eyða í sambærilega þjónustu.

Annað, 20 millur fyrir málaflokk eins og heilbrigðisráðuneyti, er það mikið? Ég bara veit það ekki, en þar sem að þetta er sá málaflokkur sem alltaf hefur sogað til sín einna mestum peningum af öllum, þá getur meira en verið að Guðlaugur hafi einfaldlega að fylgja því sem áður var gert.

Hversu miklu var eytt í ráðgjafa í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra?

Þetta þarf ekki að vera óeðlilegt, en getur auðvitað verið það. Málið er að núna er allt gert tortryggilegt, og reynt að búa til hneyksli úr öllu....

Ég vil taka það fram að ég hef mjög gaman af síðunni þinni, og les hana reglulega, þótt að ég trúi á guð! Það er margt rétt og satt sem að þið segið um kirkjuna, enda má í raun og vera spyrja sig hvaðan hennar vald er komið? Eigum við sem erum trúaðir að gleypa því gagnrýnislaust að kirkjan segist hafa vald sitt að ofan? Jafnvel þegar að hún virðist ganga gegn því sem að stendur í bíblíunni. Er þetta ekki frekar valdastofnun sem fann sína matarholu þarna?

Svo er annað mál að ég trúi því að þeir séu að reyna sitt besta til að bæta þjóðfélagið, og að þetta sé vel meinandi fólk.

Eitt enn sem að trúleysingjar vita líklega flestir, þjóðfélagið eins og það er í dag er undir miklum áhrifum frá þeirri heimspeki sem er kominn frá kristninni og þeim hugmyndum sem þar er að finna. Skiptir engu máli þótt að menn trúi ekki, eru þeir ekki samt undir áhrifum þeirrar heimspeki sem að hefur mótað þjóðfélagið? Eru þeir þá "kristnir" á ákveðinn hátt Ég spyr...

Brynjar - 25/02/09 15:26 #

Nafnlaus gunga,

Það er ekki verið að gagnrýna að Guðlaugur Þór nýti sér ráðgjafa, það er ekki hneykslið hérna, og ég sætti mig vel við að ráðherrar nýti sér þekkingu þeirra sem eru sérmenntaðir, eða búa yfir mikilli reynslu í tilteknum málaflokki, og vona raunar að þeir geri það ef ábati er af slíkri ráðgjöf.

Það sem er gagnrýnivert og hneykslanlegt er að allir ráðgjafarnir sem hann nýtti sér voru/eru á einhvern hátt tengdir honum í gegnum Sjálfstæðisflokkinn!

Og reyndar, þegar maður rennir yfir listann af þessum ráðgjöfum, þá er ekkert sem í fljótu bragði bendir til þess að þeir séu sérmenntaðir á sviði heilbrigðismála eða búi yfir mikilli reynslu í þeim málaflokki.

Sindri Guðjónsson - 25/02/09 17:26 #

Skipti hann við fleiri ráðgjafafyrirtæki eða ráðgjafa, eða er þetta allt? (ég hef ekki fylgst nógu vel með)

Matti - 25/02/09 17:44 #

Á Eyjunni (sem Steinunn vísar á) kemur fram:

Heilbrigðisráðuneytið svaraði Eyjunni í dag og upplýsti að eftirtaldir 8 ráðgjafar hefði starfað fyrir ráðherrann frá 26. maí 2007 til 1. febrúar 2009 og fengið greitt frá ráðuneytinu:

Sindri Guðjónsson - 25/02/09 19:38 #

Þá er þetta mjög óeðlilega hátt hlutfall af ráðgjöfum sem tengjast Guðlaugi. (sýndist Steinunn telja upp 6). Skömm að þessu.

Matti - 06/03/09 12:34 #

Er þetta virkilega flókið? Málið snýst ekki um að Guðlaugur hafi keypt sérfræðiþjónustu, það er eðlilegt. Málið snýst um að Guðlaugur keypti fyrst og fremst sérfræðiþjónustu af fólki sem tengist honum eða flokknum.

Getur þú fært fyrir því rök að svo sé í þessu tilviki? Ef svo, þá er hneyksli þarna.