Örvitinn

Biskupsbróðir fær brauðmola

Carlos leiðrétti mig í athugasemd fyrir stuttu og sagði að stysta leiðin að hjarta biskups væri að vera skyldur honum.

Einar Sigurbjörnsson, bróðir biskups, hefur verið skipaður dómkirkjuprestur til þriggja mánaða. Biskup hafði víst ekkert með ráðningu hans að gera, vissi eflaust ekkert af þessu.

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

kristni
Athugasemdir

jóna - 25/02/09 00:39 #

Og enginn verður óbarinn biskup. Bróðir hans hefur barið hann vel í æsku.

En hvað verður um konu Einars ? sem er sóknarprestur í Dýrafirði?

Matti - 25/02/09 00:43 #

Ég veit ekkert um fjölskylduhagi Einars annað en hver bróðir hans er.

Varla breytist mikið hjá henni, hefur Einar ekki verið prófessor við guðfræðideild HÍ og því starfandi í bænum?

Helga - 25/02/09 09:36 #

Þetta er afsakplega sérkennileg ráðstöfun hjá kirkjunni. Á hennar snærum eru starfandi svokallaðir héraðsprestar sem eru aðallega í afleysingum sem sóknarprestar t.d. vegna veikindaleyfa, fæðingarorlofs, námsleyfa og slíks. Allt í einu núna er leitað til guðfræðirprófessors sem ekki hefur starfað sem prestur langalengi. Kirkjunni þykist vera svo annt um hefðir en þetta brýtur algjörlega í bága við allar hefðir innan kirkjunnar. Það er mikið talað um spillingu í þjóðfélaginu en lítið talað um spillingu innan kirkjunnar.

Eggert - 25/02/09 09:55 #

Ef þetta gerðist í öðru ríkisfyrirtæki, þá væri þetta náttúrulega kallað spilling.

Annars á Einar náttúrulega ekki að gjalda fyrir það að vera bróðir biskups. Hann er ekkert minna hæfur fyrir vikið!

Kannski bara meira!

Svo var það náttúrulega ekki Karl sem skipaði hann, heldur einhver Sigurður Sigurðarson, sem hefur ábyggilega ekki fattað að þeir væru bræður.