Örvitinn

Tapsár

Það er dálítið skrítið að vera tapsár eftir leik kvöldsins en ég er það samt. Þið þurfið ekki að skrifa athugasemdir til að benda á það.

Ég var búinn að gefast upp, átti ekki von á neinu í kvöld. Í hálfleik var ég orðinn ansi vongóður.

Málið er að það er ekki hægt að vinna lið eins og Chelsea án þess að svindla. Þetta ömurlega Chelsea lið svindlar ótrúlega, Drogba kastandi sér í gras látandi eins og hann sé stórslasaður trekk í trekk, maðurinn lá vælandi á vellinum hálfan helvítis leikinn. Magnað að hann komist upp með það að bakka í varnarmenn og kasta sér svo niður eins og hann hafi verið skotinn af leyniskyttu. Fáránlegt að dómarar sjái ekki í gegnum þetta. Ég hef aldrei áður séð leikmann rúlla sér inn á völlinn til að stöðva leikinn eins og Drogba gerði í fyrri hálfleik, ótrúlegt atvik.

En ég vill ekki að Liverpool svindli, vil ekki styðja slíkt lið. Ég geri mér grein fyrir því að leikmenn munu brjóta af sér af og til, stundum viljandi og já, leikmenn Liverpool munu stundum sýna leikræna tilburði. En lið eins og Chelsea eru á allt öðru plani í leikaraskap, þetta er hluti af taktíkt liðsins.

Annars var þetta magnaður leikur í kvöld og já, ég er drullutapsár.

boltinn
Athugasemdir

Jón Magnús - 14/04/09 23:18 #

Ég virtist fara of snemma, endaði með að sjá mörkin í gymminu en frábær leikur að baki. Þurfum ekki að skammast okkar að detta út svona.

En ég tek annars undir með þér með Chel$ki. Mér finnst að Drogba hefði átt að fá gult spjald fyrir að rúlla sér aftur inn á völlinn. Óþolandi leikmaður - arrrg!