Örvitinn

Skrúðganga í Kópavogi

Prestastefna hefst í dag. Að því tilefni mun hópur sérvitringa klæða sig í kjóla og ganga í halarófu að Kópavogskirkju.

Ekki fylgir sögunni hvort kvöldinu lýkur með sódómsku kynsvalli en annað eins hefur nú gerst.

Ég ætla að fylgjast með skrúðgöngunni og taka myndir, aldrei að vita nema eitthvað óvænt gerist eins og síðast.

Ýmislegt
Athugasemdir

Guðsteinn Haukur - 28/04/09 10:55 #

Matthías, reyndi að setja inn athugasemd áðan, en það hefur e-ð misfarist, þú eyðir þessu ef þetta birtist tvistvar, en ég vildi forvitnast um: hvað græðið þið á svona fíflalátum aðra en að fá athygli? Hjálpar svona lagað málsstað ykkar?

Ég spyr þar sem ég veit að margir telja ykkur vera hálfgerða kjána í trúðsbúningum og bara öfgamenn ganga svona langt, og þá er ég ekki að tala um álit trúfólks á ykkur. Heldur fólk sem hefur enga afsstöðu til trúmála í nokkra átt.

Endilega fræddu mig - vitskertan trúarnöttarann, um tilgang ykkar með þessu. ;)

Matti - 28/04/09 10:58 #

Hvaða fíflalæti ertu að tala um Guðsteinn Haukur? Skrúðgöngu kjólaklæddra klerka? Er ekki full langt gengið að kalla það fíflalæti?

Matti - 28/04/09 11:01 #

Hvað gerðist þegar þú reyndir að setja inn athugasemd áðan? Það eru engin merki um hana í bloggkerfinu en ég sé að þú reyndir að senda hana inn.

Matti - 28/04/09 11:05 #

Svaraðu sjálfur, hvaða fíflalæti ertu að tala um? Svarthöfða?

Guðsteinn Haukur - 28/04/09 11:05 #

Það var mér að kenna að athugasemdin kom ekki, ég hafði víxlað reitum þarna, sett netfang þar sem heimasíðan átti að vera og öfugt. Ég fattaði það eftir á.

Guðsteinn Haukur - 28/04/09 11:06 #

Ég spurði fyrst, og er venja þín að svara með spurningu? Þú veist vel að ég gerði grín að ykkur með svarthöfðauppátækið, sem ég viðurkenni vel að mér þótti fyndið.

Kristinn Theódórsson - 28/04/09 12:20 #

Sælir

Ég leyfi mér að henda inn athugasemd, sem þó ekki er tilraun til að svara fyrir neinn annan, heldur bara mín skoðun.

Ég held að Svarthöfða-flippið hafi kitlað margan Íslendinginn, og einmitt marga trúaða, sem þó ekki bera neina ofsalega virðingu fyrir kirkjunni. Þannig hafi tekist að vekja marga til umhugsunar um hvað þetta er í raun sérkennileg og forneskjuleg stétt, þessi prestastétt.

Er ekki ágætt að benda á þetta atriði endrum og eins með allar hefðir - jafnvel þó einverju þyki vænt um þær og það allt?

Matti - 28/04/09 12:23 #

Svarthöfði var djók. Hugmyndin var að það væri fyndið og mér fannst það alveg ofsalega fyndið. Aðrir hlógu minna.

Guðsteinn Haukur - 28/04/09 12:44 #

Kristinn, þú hefur þó haft hugreki til þess að svara einfaldri spurningu, annað en Matti, og svar þitt nægir mér og skil ég þá betur hugsanagang ykkar.

Og til þess að klára þetta, þá spurði Matti mig spurningu, þá tel ég ekki prestagöngu hlægilega, því ég ber virðingu fyrir þeim.

Á sama hátt og trúðar kalla á sína athygli með fíflalátum, beitið þið svipuðum aðferðum. Verði ykkur að góðu segi ég bara og gangi ykkur vel kæri Vantrúða söfnuður! :D

Matti - 28/04/09 12:49 #

Kristinn, þú hefur þó haft hugreki til þess að svara einfaldri spurningu, annað en Matti,

Ég svaraði spurningu þinni í síðustu athugasemd minni.

þá tel ég ekki prestagöngu hlægilega, því ég ber virðingu fyrir þeim.

Ég ber ekki virðingu fyrir þeim, ekki frekar en þeir fyrir mér.

Á sama hátt og trúðar kalla á sína athygli með fíflalátum

Ertu hér að vísa til bænagöngu?

Haukur - 28/04/09 12:55 #

Guðleysinginn Luke Muehlhauser ver notkun háðs í andkristnum áróðri og segir það hafa hjálpað sér:

"Being mocked changed my life forever, and for the better. Sometimes, ridicule is the only thing that will get through to certain people at certain times. I know, because I was one of those people."

Ég er ekkert endilega sammála (hef ekki mikið velt þessu fyrir mér) en þetta er a.m.k. eitt sjónarmið.

Halldór E. - 29/04/09 00:58 #

Ég notaðist einmitt við "Darth Vader Joins a Cult" myndbandið á YouTube, sem endapunkt á fyrirlestri um "the new atheist movement" á námskeiði um Theology of Mission hér í Ohio í dag.

Myndbandið vakti mikla lukku, og kennarinn benti á að það hlyti að teljast jákvætt að einhver hefði skoðanir á kirkjunni og teldi hana þess virði að klæða sig upp í Svarthöfðabúning og mæta á svæðið.