Örvitinn

Rökræður um fótbolta

Mér finnst stundum dálítið leiðinlegt að ekki sé hægt að rökræða um fótbolta eins og t.d. við pirringsfærslu mína um daginn. Þessar umræður fara yfirleitt strax út í leiðindi.

Vissulega er sumt einfaldlega smekksatriði, fólk styður sitt lið og heldur með sínum leikmönnum. En fótbolti snýst líka um staðreyndir, leikskipulag, heppni, óheppni, fegurð og ljótleika (Drogba að fleygja sér í grasið). Það má alveg ræða.

Pondus var samt ansi góður í Fréttablaðinu í dag.

boltinn
Athugasemdir

Kristján Atli - 30/04/09 01:41 #

Ég er búinn að reka og skrifa á Liverpool-bloggsíðu í fimm ár núna í maí og þangað hafa reglulega komið inn aðdáendur annarra liða, yfirleitt aðdáendur Man Utd. Ég get sagt með góðri samvisku að slíkir aðdáendur hafa undantekningalaust komið inn á síðuna okkar til að starta leiðindum og/eða reyna að æsa menn.

Þetta er að sjálfsögðu meira en lítið þreytandi, sérstaklega þar sem við reynum að vera sanngjarnir og bæði hrósa og gagnrýna liðið okkar, jafnt og lið annarra. Það virðist bara ekki vera nokkur einasti vilji á milli aðdáenda mismunandi liða að ræða málin á rökréttan og íhugulan hátt. Umræðan endar alltaf fljótlega í sandkassanum.

Það er þannig í lífinu utan netheima líka, þannig að það var kannski ekki við öðru að búast á netinu. Íslendingar elska að metast um enska boltann, þeim líkar það hins vegar í besta falli skítsæmilega að drepa tímann með alvöru umræðu um enska boltann.

hildigunnur - 30/04/09 07:48 #

haha, ég samsama mig algerlega seinni rammanum í brandaranum. Sem betur fer fylgist minn kall nánast ekkert með enska boltanum, heldur með Bolton, svona til málamynda.

Formúlan hins vegar er annað mál - en þar tek ég reyndar líka þátt...

Bragi Skaftason - 30/04/09 10:18 #

Ég er nú ekki alveg sammála þér Kristján um að allir ManUtd aðdáendur komi inn á síðuna ykkar til að starta leiðindum. Ég hef margsinnis komið inn á síðuna ykkar og átt í góðum samræðum við Liverpool menn án nokkurra vandkvæða. Alltaf verið uppbyggilegt. Ég þori meira að segja að hrósa ykkur fyrir bestu fótboltasíðu á Íslandi. Ég vona að ég sé ekki undantekningin sem sannar regluna.

Siggi Óla - 30/04/09 10:52 #

Hehe já við erum þá vonandi báðir í undantekningunni Bragi :) Sæki reynar mjög lítið ManU og Liverpool síðurnar sem og aðrar fótboltasíður. En við erum hér fimm saman, þrír ManU og tveir Púllarar sem horfum mikið á fótbolta saman og þó auðvitað séu stundum skiptar skoðanir er full virðing þarna á milli og hrósað, lastað og leikirnir krufnir á skynsamlegu nótunum.

Ég er allveg óhræddur við að moka yfir mína menn og hrósa öðrum þegar þannig stendur á og ákveðna leikmenn í öllum liðum, þar á meðal nokkra í Liverpool er nánast alltaf dásamlega gaman að sjá spila fótbolta allveg eins og aðra leikmenn líkar manni aldrei allmennilega við, sama hvernig treyjan þeirra er.

Nenni ekki að "sandkassa" þræta um fótbolta. Hef allt of gaman af honum til þess.

Kristján Atli - 30/04/09 15:27 #

Bragi, það getur verið að þú sért undantekningin sem afsannar regluna. Kemur það skýrt fram hjá þér á síðunni að þú sért Utd-aðdáandi? Ef svo er, þá man ég ekki eftir þér. Yfirleitt koma menn inn og gera hollustu sína kunna rétt áður en þeir byrja á sandkassastríðinu.

Bragi Skaftason - 02/05/09 10:12 #

Siggi Óla: Vonandi erum við fleiri...

Kristján: Ég er alltaf heiðarlegur um hvar mínar rætur liggja. Hef meira að segja komið með greiningar á því hvar mér finnast styrkleikar og veikleikar Benítez og liðsins liggja og fengið góðar undirtektir á síðunni. Enda ekki annað hægt, hef alltaf haft rétt fyrir mér ;þ