Örvitinn

Ferðatölvuleitin

Ég kíkti í tvær tölvubúðir í dag og skoðaði ferðatölvuúrvalið. Fann ekkert sem ég hef áhuga á.

Tölvur með 15.4" skjá eru eiginlega of stórar, finnst muna töluverðu á þeim og gömlu vélinni minni sem var með 15" skjá. Ég er því að spá í vél með 12-15" skjá. Sýnist 13" vera heppileg stærð.

Engin af þeim tölvum sem ég skoðaði sem fellur í þann flokk er með sjónvarpstengi sem mér finnst dálítið bögg. Hef tengt ferðatölvuna við gamla túbusjónvarpið reglulega til að glápa á myndbönd. Á ekki enn fínt HD sjónvarp með HDMI tengi.

Ég þarf ekki öflugustu tölvu sem hægt er að fá, er ekki að leita að leikjavél. Vil þó hafa tveggja kjarna gjörva, slatta af minni og ágætt skjákort með sér minni (notar ekki vinnsluminni tölvunnar).

Þarf Windows en myndi vilja sleppa við Vista sem fer óskaplega í taugarnar á mér, myndi líka vilja geta skellt Linux á vélina með góðum reklastuðning. Best hefði verið að fá straujaða vél en það gæti verið vesen með rekla. Það fyrsta sem maður þarf samt að gera þegar ferðavél er keypt í dag er að henda út auka hugbúnaði sem framleiðandi hefur troðið inn.

Ætla að kaupa eitthvað vandað merki. Það skiptir miklu máli að vélin hitni ekki of mikið og það heyrist ekki hátt í viftunni.

Annars finnst mér merkilega leiðinlegt að standa í þessari leit. Sem er dálítið kjánalegt því ég er soddan græjusjúklingur.

græjur
Athugasemdir

Þórhallur Helgason - 04/06/09 20:01 #

Mac-i er klárlega málið, getur þá keyrt öll þau stýrikerfi sem þú vilt... :D

Matti - 04/06/09 20:19 #

Ég verð að játa að ég hafði ekki spáð í að kaupa Macca og keyra Windows á honum.

Borkur - 05/06/09 07:31 #

Macbook eða Macbook Pro og VMWare :) Ég er búinn að vera á Macbook Pro núna í rúmt ár í vinnunni. Get haldið vélinni sjálfri "hreinni" og set svo bara inn hugbúnað á VMWare hvort sem er Windows eða Linux. Slepp þá við að þurfa að vera að vesenast með mismunandi útgáfur af mismunandi hugbúnaði á sömu "vélinni". Byrja á að búa til hreinar VMWare vélar og tek svo bara kópíur of þeim til að setja upp eitthvað nýtt.

og svo eru epli bara svo góð og falleg ;)

Matti - 05/06/09 09:58 #

Eru Apple lapparnir með tv-out tengi? Ef ekki, þá er ég í sömu stöðu og með hina.

Er hægt að fá einhver millistykki eða eitthvað til að tengja ferðavél við sjónvarp, vga yfir í scart eða eitthvað álíka?

Sá eina Sony Vaio vél í Elkó sem mér líst ágætlega á.

Ég gæti svosem leyst málið með því að kaupa einfaldlega sjónvarpsflakkara eða jafnvel snúru til að tengja borðtölvuna í sjónvarpsstofunni við sjónvarpið!

Freyr - 05/06/09 10:05 #

Ætli ég verði ekki að pota að einu makka atkvæði í viðbót hérna. Mjög ánægður með minn makka, færð drullu öflugt unix stýrikerfi með styrtilegt notendaviðmót. Hef notað BootCamp til að fara yfir í windows (fyrir leiki) en VMWare, Parallels og CrossOver virka fínt fyrir ýmis cross-platform verkefni.

Ég keypti DVI-to-TV converter til að tengja við túbusjónvarpið mitt.

Matti - 05/06/09 10:15 #

Ég sé að það er nóg til af VGA-TV tengjum, þannig að sjónvapstengi er í raun óþarft.

Haukur H. Þórsson - 05/06/09 12:38 #

Matti, passaðu þig á svona köplum. Það er ekki sjálfgefið að þeir virki með öllum ferðavélum.

"It will work with laptops and desktops with VGA cards that has TV-Out function capability through the VGA connector"

Svona passive converter virkar aðeins ef lappinn styður að senda TV merki út í gegnum VGA portið. Til að fá solid lausn sem virkar fyrir allar tölvur þarfu að fá active converter box sem umbreytir einfaldlega VGA merkinu yfir í composite/s-video merki.

Svoleiðis er til og er töluvert dýrara, t.d þetta hér: http://www.computer.is/vorur/6897

Matti - 05/06/09 13:22 #

Takk fyrir ábendinguna. Ég hafði ekkert spáð í þessu.