Örvitinn

Sölumaður dauðans

Sölumaður dauðans var gripinn á hlaupum. Tveir aðrir voru handteknir og hald lagt á "allnokkuð af maríjúana".

Fyrir löngu bloggaði ég um hættulegt fíkniefni.

Var ekki landlæknir að nefna um daginn að ræða ætti lögleiðingu kannabisefna?

eiturlyf
Athugasemdir

Jón Magnús - 24/06/09 09:59 #

Ríkið ætti að framleiða þetta (láta garðyrkjubændur um það) og selja það síðan í ÁTVR (sem yrði líklegast ÁTKVR í framhaldinu) og þá væri komin þessi fína tekjulind fyrir ríkið. Get alveg giskað á 2-4 milljarða á ári í kassann og við Íslendingar megum alveg við því á þessum síðustu og verstu.

Kristinn Theódórsson - 24/06/09 14:39 #

Hálfvitaleg fyrirsögn hjá Vísi.

Svo legg ég til að þú breytir taginu á þessum póstum í fíkniefni eða vímuefni.

Eiturlyf veit ég ekki til þess að nein önnur þjóð kalli þessi efni, enda sérlega ljótt orð fyrir eitthvað sem er minna eitrað en t.d. áfengi.

Einar Jón - 25/06/09 14:14 #

Ég hefði gaman af því ef sölumaðurinn færi í meiðyrðamál við vísi. Skorrdal.is hefur að mér vitandi ekki þurft að punga út milljón fyrir sína áskorun, svo hann ætti að hafa mál í höndunum...
http://skorrdal.is/2009/02/askorun-1000000-i-verdlaun