Örvitinn

Faðir í Fjölskyldugarðinum

Ég fór með Kollu og Ingu Maríu í Fjölskyldugarðinn seinnipartinn. Byrjuðum á því að fá okkur smotterí að borða og svo kom ég mér fyrir með bók á túnbletti við sandkassa þar sem lítil börn léku sér á litlum rafmagnsvinnuvélum meðan stelpurnar hlupu um garðinn með armböndin og fóru í tæki.

Stelpurnar komu af og til og gáfu mér skýrslu en annars gluggaði ég bara í bókina góðu og las um blindar tilraunir og lyfleysuáhrif. Velti því fyrir mér hvort lyfleysuáhrif virka á fólk sem hefur kynnt sér lyfleysuáhrif þokkalega. Ég veit það ekki. Fólk "fellur fyrir" töfrabrögðum þó það viti að brögð séu í tafli.

Hef enn áhyggjur af bankamálum.

dagbók
Athugasemdir

Gurrí - 17/07/09 23:56 #

Ég sendi þér póst á gmail fyrr í kvöld með smá fyrirspurn. Læt þig vita hér ef þú kíkir sjaldan í það pósthólf. Kv. Gurrí