Örvitinn

Brúðkaupshefðir

Þessi brúðhjón og vinir þeirra skiptu brúðarmarsinum út fyrir eitthvað miklu skemmtilegra.

Hefðir eru til að kúka á. A.m.k. eru hefðir eitthvað sem við eigum að þora að brjóta. Ég hvet öll verðandi brúðhjón til að gera eitthvað óhefðbundið og skemmtilegt í kirkjunni.

(via digg)

Ýmislegt
Athugasemdir

Haukur - 23/07/09 17:48 #

Extra extra: Vantrúarpostuli hvetur til kirkjubrúðkaupa :-)

Matti - 23/07/09 17:52 #

Þetta má túlka þannig. Réttara er að hann er bráðum á leiðinni í slíkt og vonist til að brúðhjónin taki upp á einhverju í þessum dúr :-)

En að sjálfsögðu hvet ég öll hjónaefni til að sleppa kirkjunni alfarið, halda athöfn og veislu á sama stað þannig að hægt sé að skála fyrir brúðhjónum strax að athöfn lokinni. Mæli svo náttúrulega frekar með Siðmennt eða fulltrúa sýslumanns frekar en presti en maður fær ekki allt :-)

Björn Friðgeir - 23/07/09 18:10 #

Ég pósta tveim jútúb myndum á feisið hjá mér... og áður en ég veit af ertu búinn að pósta báðum hjá þér og þykist hafa fengið annað af digg og hitt af reddit.

Riiiiiiiiiiiiiiiiigh!

múhahaha

Ég fékk annars bæði af twitter og veit að PZ póstaði Dara O'Briain hjá sér, var viss um að það yrði reffið þitt :)

(og döh, er ekki að meina neinar ásakanir, þetta er bara fyndið)

Haukur - 23/07/09 18:55 #

Síðasta brúðkaup sem ég fór í var ekki í kirkju og mitt eigið var það ekki heldur - í báðum tilfellum var samt athöfnin á öðrum stað en veislan og fámennari en hún. Ég held að sumum þyki athöfnin nánari eða persónulegri en veislan - en svo getur líka verið vandasamt að skipuleggja fjölmennar athafnir utandyra þannig að allir heyri og sjái vel.

Matti - 23/07/09 19:46 #

Þegar við hjónin giftum okkur fyrir tíu árum fór athöfnin og veislan fram í félagsheimili Stjörnunnar í Garðabæ. Við mættum tvö saman og gengum inn. Strax að lokinni athöfn var skálað. Myndataka var afgreidd fyrir athöfn.

Björn, ég get svo svarið að ég sá þetta ekki á Facebook :-) Verð að játa (með skömm) að ég les PZ ekki mjög reglulega.

Björn Friðgeir - 23/07/09 20:22 #

Engin skömm að því, það er ekki allt hægt...

Kata - 24/07/09 00:03 #

Ertu með hugmyndir af óhefðbundnum atriðum í kirkjunni? :)

Matti - 24/07/09 00:10 #

Dettur ekkert í hug eins og er en ég get bent á afskaplega góðan (og viðeigandi) sálm ;-)

Stebbi - 24/07/09 09:13 #

Ég veit ekki betur en ad thetta sé alls ekki sálmur, heldur lag úr söngleik eftir Rogers og Hammerstein.

Einhvern tíman var mér sagt ad thad vaeri alger misskilningur ad tengja lagid vid trú (nema thá bara Liverpoolisma). Ef ég man rétt er málid as textinn er ekki tilvísun í ad gud sé ávallt med manni, heldur er lagid úr senu thar sem vinir og nágrannar konu sem var ad missa manninn sinn eru ad hughreysta hana og segja henni ad their muni stydja hana og allt muni verda betra thegar fram lídur ef hún bara heldur sínu striki. Afskaplega veraldlegt allt saman.

Matti - 24/07/09 09:30 #

Mér sýnist þú hafa rétt fyrir þér. Mig rámaði að hafa lesið um að þetta væri sálmur en ég hræri náttúrulega öllu saman.

Ég hef verið staddur í brúðkaupi þar sem You'll never walk alone var sungið. Einkar viðeigandi.

Freyr - 24/07/09 10:50 #

Svona eiga brúðkaup að vera. Mikið leiðist mér "hefðbundin" brúðkaup þar sem ekkert er eftirminnilegt. Sjálfur gifti ég mig fyrir tveimur árum og héldum athöfn undir berum himni fyrir utan veislusalinn. Létum gesti humma brúðarmarsinn þegar við gengum inn (út?) og leyfðum fólki að fíflast aðeins.

Kalli - 25/07/09 19:41 #

Ertu með hugmyndir af óhefðbundnum atriðum í kirkjunni? :)

Ég er með haug af hugmyndum um óhefðbundin atriði á brúðkaupsnóttina.

Arngrímur - 26/07/09 19:51 #

Bara til að hoppa um borð í lestina vil ég segja að ég hef spilað You'll Never Walk Alone í brúðkaupi. Mér finnst það mjög viðeigandi. Mér hefur hinsvegar aldrei þótt viðeigandi að það sé stuðningslag Liverpool. Hver er tengingin?