Örvitinn

Beikonpestókjúklingur

Í ofninum mallar kjúklingur ásamt kartöflum, lauk og hvítlauk.

Ég útbjó pestó í gærkvöldi og ákvað að nota það að hluta á kjúklinginn. Setti smjör í skál, skar dálítið beikon (held þetta hafi verið fjórar eða fimm ræmur) og saxaði hvítlauk smátt. Hrærði saman við smjörið. Skellti skálinni í örbylgjuofn í smá tíma til að lina smjörblönduna. Tók þrjár teskeikar af pestóinu frá í gær og blandaði saman við. Kreisti smá lime út í.

Lime fór inn í afturendann á kjúlla og beikonpestóblandan undir haminn, yfir báðar bringur. Restinni makaði ég á fuglinn og kryddaði með smá salt og pipar.

Setti allt í sama fat. Er búinn að ausa tvisvar yfir dýrið. Reyni að elda kjúklinginn nógu lengi en ekki of stutt.

Uppfært Svona leit hann út að lokum: Pestókjúklingur

matur
Athugasemdir

Kalli - 17/08/09 10:51 #

Úh, þetta er girnilegt.

Spurning um að prófi þetta á rækilega saltleginn kjúlla.

Matti - 17/08/09 10:53 #

Þetta var óskaplega gott. Það er gaman að leika sér að því að setja smjörblöndu undir haminn. Hægt að mixa næstum hvað sem er. Beikon klikkar aldrei :-)

Jóhannes Proppé - 17/08/09 23:26 #

Það spillir heldur ekki fyrir að reka smjörbita og timiangrein niður meðfram bringubeininu.

Kalli - 18/08/09 12:25 #

Hvernig virkar þetta smjörpot miðað við að leggja fuglinn í saltlög? Mest djúsí og bragðbesti kjúklingur sem ég fæ er eftir saltlög en ég hef líka steikt bringur sem voru fylltar kryddsmjöri. Smjörið virtist ekki ná sömu jafnmiklum og góðum áhrifum, á bringunum í það minnsta, og saltlögurinn.

Epli og appelsínur og allt það en samt...

Matti - 18/08/09 13:31 #

Ég verð að játa að ég hef alrei lagt nokkuð, hvorki fugl né annað, í saltlög :-)

Kalli - 19/08/09 23:44 #

Skelltu þér þangað: http://www.cookingforengineers.com/article/70/Brining

Þetta er magnað. Ég er mjög heppinn að enginn annar á heimilinu étur vængi sem verða það langbesta á fuglinum eftir þetta.

Ekki að bringurnar verði eitthvað til að fúlsa við :)

Brynjar - 21/08/09 09:31 #

Ykkur að segja þá horfði ég á ansi magnaðan þátt í gærkvöldi, In search for perfection með vísindakokkinum Heston Blumenthal. Í þættinum leitaði hann hinnar fullkomnu aðferðar við að elda klassískan mat og í þætti gærkvöldsins var það heill kjúklingur. Og til þess að tengja þetta undangenginni umræðu, þá beitti hann meðal annars þessari aðferð, að leggja hann í saltlausn í 6 klst og síðan skola af honum í 1 klst. Svo þetta er greinilega eitthvað sem er þess virði að prófa.

Og ef ég deili með ykkur í fljótu bragði hvernig hans aðferð var eftir lausnina, þá sauð hann hænuna tvisvar sinnum í 30 sek og setti í klakabað þess á milli og svo í kæli yfir nótt. Eldaði hana svo við lágan hita í langan tíma og til að fá stökka húð, þá endaði hann á að steikja hana í tvær mínútur á heitri pönnu.

Svo væru íslenskir kjúklingar alveg efni í aðra umræðu.